Hirtur á 151 km hraða í göngunum

Ætla má að meirihluti ökumanna hafi lent í lægsta sektarflokki og að í heildina tekið hafi runnið í ríkissjóð allt að 20 milljónir króna úr vösum þeirra sem óku á ólöglegum hraða um göngin á þessu tímabili.

Hámarkshraði í Hvalfjarðargöngum er 70 km á klst. Þeir sem hirtir eru á 85 km hraða fá 5.000 króna sekt, þeir sem aka á 95 km hraða fá 15.000 króna sekt. Langflestir eru á innan við 100 km hraða þegar næmur geisli eftirlitsmyndavélanna ,,gómar? þá. Sumir fara hins vegar mun hraðar yfir og gera sig seka um glæpsamlegan akstur. Í apríl 2002 mældist til að mynda einn bíll á 151 km hraða í göngunum og í maí var annar á 147 km hraða. Þetta er auðvitað aldeilis fráleitt athæfi ökumanna og stofnar þeim sjálfum og öðrum vegfarendum beinlínis í lífshættu. Hvor ökumaður um sig var sviptur ökuréttindum í þrjá mánuði og þurfti að greiða 70.000 krónur í sekt í ríkissjóð. Má segja að þeir hafi sloppið vel þegar hugsað er út í mögulegar afleiðingar brjálæðisakstursins.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009