Olíudreifing við Kleppsmýrarveg er nýr aðalþjónustuaðili fyrir veglykla

Frá og með deginum í dag er Olíudreifing við Kleppsmýrarveg aðal þjónustuaðili fyrir veglykla á höfuðborgarsvæðinu. Þangað leitar fólk með skipti og skil á veglyklum, auk þess sem þar er hægt að ganga frá nýjum samningum.

Veglyklar fást einnig afhentir á þjónustustöðvum Olíufélagsins ESSO á Ártúnshöfða og Olíuverslunar Íslands við Sæbraut/Kleppsveg í Reykjavík. Einnig eru veglyklar afhentir á þjónustustöðvum þessara olíufélaga á Akranesi og í Borgarnesi og á skrifstofu Spalar ehf., Mánabraut 20 á Akranesi. Starfsfólk á þessum stöðum aðstoðar við að koma veglyklunum fyrir í bílum áskrifenda eftir að gengið hefur verið frá samningum um afsláttarkjör. Áskrifandi greiðir 2.000 króna skilagjald fyrir veglykil og fær það endurgreitt ef áskrift er sagt upp og veglykli skilað til Spalar ehf.

Veglykill fylgir ákveðnum bíl og óheimilt er að flytja tækið á milli bíla. Fjölskylda með tvo eða fleiri bíla verður þannig að fá veglykil í hvern bíl, ef svo ber undir, en hún getur hins vegar tengt alla sína lykla einum áskriftarreikningi. Ef fjölskylda hefur til dæmis tvo bíla með tveimur lyklum og kaupir 40 ferðir í áskrift geta bílarnir nýtt þennan "ferðapott" sameiginlega.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009