Gjaldskrárbreyting rædd í upphafi nýs árs

Stjórn Spalar ræðir í upphafi árs 2002 hvort efni séu til að breyta gjaldskránni í ljósi óhagstæðrar þróunar á gengi íslenskrar krónu. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar ehf., sagði á aðalfundi félagsins á Akranesi sl. föstudag að ef ekki færi að rofa til í gengismálum neyddist stjórn félagsins til að velta fyrir sér gjaldskrárbreytingum snemma á næsta ári.

Stjórn Spalar breytti gjaldskránni síðast 26. febrúar 2001 og ákvað þá að hækka verð ferða í áskrift um 10%. Gjald fyrir staka ferð (þúsundkallinn) var látið standa óbreytt. Á stjórnarfundi í ágúst var samþykkt að láta árið 2001 líða án þess að hreyfa frekar við veggjöldunum en kanna málið eftir áramót.

Gengislækkun íslenskrar krónu hefur komið illa við Spöl og fjármagnskostnaðurinn er tvöfalt meiri á síðasta rekstrarári en hinu fyrra. Meira en helmingur langtímaskulda Spalar, rúmlega 3,3 milljarðar króna, er skuld við bandaríska líftryggingafélagið John Hancock. Gengislækkunin hefur því komið illa við Spöl og á fyrri hluta árs 2001 leitaði stjórn félagsins álits Íslandsbanka á því hvort hagkvæmt væri að greiða upp lán John Hancock og endurfjármagna með innlendum lánum. Niðurstaða bankans var að slíkt væri óhagstætt og ekkert var því aðhafst í þessu efni.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009