Tap og tvöfaldur fjármagnskostnaður

Rekstrartap Spalar nam rúmlega 220 milljónum króna á rekstrarárinu 1. október 2000-30. september 2001 samanborið við 25 milljóna króna hagnað á fyrra rekstrarári. Ástæðan er sú að fjármagnskostnaður félagsins (vaxtagjöld, verðbætur og gengismunur) var tvöfalt meiri á síðasta reikningsári en á reikningsárinu 1999/2000, 1,3 milljarðar í stað 644 milljóna króna. Þetta kom fram á aðalfundi Spalar, sem á og rekur Hvalfjarðargöng, á Akranesi sl. föstudag, 16. nóvember 2001.

Tekjur af veggjöldum námu 844 milljónum króna á reikningsárinu 2000/2001 en voru 774 milljónir á fyrra reikningsári, aukning um 70 milljónir króna.

Alls fóru rúmlega 1,2 milljónir bíla um Hvalfjarðargöng á rekstrarárinu 2000/2001, sem er 10,2% aukning frá fyrra ári. Í lok október 2001 hafði tæplega 1,1 milljón bíla farið um göngin frá áramótum en til samanburðar má geta þess að á almanaksárinu 2000 var heildarumferðin rúmlega 1,1 milljón bílar. Það stefnir því í að umferðin í göngunum verði 8,5% meiri í ár en í fyrra þrátt fyrir hækkun bensínverðs og greinileg einkenni efnahagssamdráttar í samfélaginu undanfarnar vikur og mánuði.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009