Viðgerð við suðurmunna - bitasætið ekið niður

Nú stendur yfir viðgerð við suðurmunna ganganna. Ekið var á litlu skástoðina sem heldur uppi stálbitanum mikla sem á að koma í veg fyrir að bílar með of hátt hlass aki í gegnum göngin.

Að sögn Marinós Tryggvasonar, hjá Speli, virðis sem bíl, með stóran gám, hafi verið ekið upp úr göngunum full nálægt gangaveggnum og hann ekið á skástoðina. Þetta gerðist fyrir fáeinum dögum. Síðan hefur annar bíll ekið á stoðina með þeim afleiðingum að sjálft sætið fyrir stálbitann rifnaði af og fannst það úti í móa, skammt frá gangamunnanum. Sætið er boltað fast með fjórum öflugum boltum, þannig að töluvert högg hefur þurft til.

Tjónvaldurinn stakk af vettvangi en ólíklegt er að ökumaður hafi ekki orðið var við höggið. Hvorki er þörf á að loka göngunum vegna framkvæmda, né að takmarka umferð um þau. Ekki er gert ráð fyrir að viðgerð taki langan tíma.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009