Forystumenn Spalar eru ekki sáttir við tóninn sem hefur verið nokkuð áberandi í þjóðmálaumræðunni um öryggismál Hvalfjarðarganga og vilja ekki sitja undir ásökunum um að öryggi vegfarenda í göngunum sé áfátt. Þetta kom skýrt fram í máli Gísla Gíslasonar, stjórnarformanns Spalar ehf. á aðalfundi félagsins á Akranesi í sl. föstudag.

Stjórn Spalar ræðir í upphafi árs 2002 hvort efni séu til að breyta gjaldskránni í ljósi óhagstæðrar þróunar á gengi íslenskrar krónu. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar ehf., sagði á aðalfundi félagsins á Akranesi sl. föstudag að ef ekki færi að rofa til í gengismálum neyddist stjórn félagsins til að velta fyrir sér gjaldskrárbreytingum snemma á næsta ári.

Rekstrartap Spalar nam rúmlega 220 milljónum króna á rekstrarárinu 1. október 2000-30. september 2001 samanborið við 25 milljóna króna hagnað á fyrra rekstrarári. Ástæðan er sú að fjármagnskostnaður félagsins (vaxtagjöld, verðbætur og gengismunur) var tvöfalt meiri á síðasta reikningsári en á reikningsárinu 1999/2000, 1,3 milljarðar í stað 644 milljóna króna. Þetta kom fram á aðalfundi Spalar, sem á og rekur Hvalfjarðargöng, á Akranesi sl. föstudag, 16. nóvember 2001.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009