Gjaldheimta-lyklasala

Innheimta veggjalds hefst í Hvalfjarðargöngum kl. 07.00 að morgni mánudags 20. júlí, þ.e. strax eftir næstu helgi. Byrjað var að selja áskriftarferðir og afhenda veglykla í gærmorgun á alls níu þjónustustöðvum olíufélaganna í Reykjavík, Borgarnesi og á Akranesi. Spalarmenn ætla að veita stórnotendum sérstaka þjónustu (fyrirtækjum og stofnunum).

Slíkir notendur geta hringt í Spöl í síma 587 5400 í Reykjavík og 431 5900 á Akranesi og fengið þjónustufulltrúa Spalar í heimsókn til að ganga frá heildarsamningi og afhenda tilheyrandi veglykla á vettvangi. Spölur hefur gefið út bækling um gjaldskrármál, veglyklanotkun og innheimtu veggjalda í göngunum. Þennan bækling er hægt að fá í gjaldskýlinu í Hvalfirði, á þjónustumiðstöðvunum olíufélaganna sem selja áskriftarferðirnar og víðar.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009