Færeyski samgönguráðherrann mætir

Búist er við miklum mannfjölda í Hvalfjörð á laugardaginn til að fagna opnun ganganna undir fjörðinn. Gera má ráð fyrir að sérstakir boðsgestir Spalar og Fossvirkis verði 400 til 500 talsins, þar á meðal eru flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar og heyrst hefur reyndar að þeir noti tækifærið og líti inn hjá Ingibjörgu Pálmadóttur, heilbrigðisráðherra, og fjölskyldu hennar á Skaganum á laugardagskvöld.

Finnbogi Arge, samgönguráðherra Færeyja, er staddur hérlendis í boði Halldórs Blöndals, samgönguráðherra. Arge er sérstaklega boðið til hátíðarhaldanna í Hvalfirði. Færeyingar hafa sýnt Hvalfjarðargöngum mikinn áhuga og horfa mjög til fjármögnunarsamninga um verkið sem fyrirmyndar vegna jarðgangagerðar heima fyrir.

Eftir að opnunarathöfninni lýkur við norðurmunna ganganna verður ekið með boðsgestina til Akranes og þeir munu síðan eiga notalega stund þar um borð og reyndar sigla með henni til Reykjavíkur, þeir sem það vilja.

Hvalfjarðargangahlaupið, sem hefst við suðurmunna kl. 16 á laugardag, dregur að sér fjölda fólks. Í gær höfðu yfir 400 manns skráð sig í hlaupið, sem þykir benda til afar mikillar þátttöku. Skráningu lýkur á morgun, föstudag, og búist er við að þátttakendur í hlaupinu verði hátt í 2.000.  

Hvalfjarðargangahlaupið er einstakt í sinni röð. Þetta verður trúlega í fyrsta og eina skiptið sem fólk fær að hlaupa, ganga eða hjóla undir Hvalfjörð. Eftir þetta verða göngin vettvangur ökutækjanna einna.

Gert er ráð fyrir að göngin verði orðin mannlaus kl. 17:30 á laugardag og þá fara starfsmenn Fossvirkis og lögreglan að búa sig undir að opna göngin almennri umferð.

Hvalfjarðargöng verða opnuð kl. 19:00 og þá má búast við miklum straumi í báðar áttir, þrátt fyrir leik í Sjónvarpinu um 3. sæti í heimsmeistarakeppninni í fótbolta!

Hins vegar búa menn sig undir mun meiri umferðarþunga á sunnudag og vitað mál er að göngin anna alls ekki þeirri umferð sem verður ef allur fjöldi manna hugsar sér til hreyfings á fyrsta degi! Rétt er því að hvetja fólk til að hafa biðlund og aka frekar ókeypis um göngin í næstu viku. Hvalfjarðarsíðan biður vegfarendur vel að njóta ferðarinnar undir Hvalfjörð.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009