Búast má við næturlokunum á reynslutíma ganganna

Næstu vikur geta vegfarendur átt von á að Hvalfjarðargöngum verði lokað um lengri eða skemmri tíma að nóttu til á virkum dögum vegna nauðsynlegs eftirlits, stillingar á búnaði og þjálfunar starfsfólks. Reynt verður að haga lokunum þannig að þær valdi vegfarendum sem minnstum óþægindum og miðað er við að þetta gerist einkum frá miðnætti til klukkan 6 að morgni frá þriðjudegi til föstudags.

Einnig getur komið fyrir að loka verði göngunum á öðrum tímum sólarhringsins. Vegfarendur geta séð á sérstökum skiltum við munnana hvort göngin eru opin eða lokuð.

Þetta er í samræmi við samninga Fossvirkis sf. og Spalar ehf. um Hvalfjarðargöng. Fyrstu tveir mánuðirnir í rekstri Hvalfjarðarganga eru reynslutími mannvirkisins sjálfs og búnaðarins í göngunum. Verktakinn, Fossvirki, afhendir verkkaupa, Speli, göngin ekki fyrr en að liðnum þessum reynslutíma.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009