Gestur nr. 10.000 á heimasíðunni

Laugardaginn 27. júní urðu þau kaflaskil í sögu heimasíðu Hvalfjarðarganga að gestur nr. 10.000 kom þar í heimsókn. Við þökkum honum innlitið, sem og öðrum gestum og velunnurum síðunnar og Hvalfjarðarganga.

Þetta þýðir að nákvæmlega 20 manns að jafnaði hafa frá upphafi komið í heimsókn á dag. Í raun er straumurinn mun stríðari nú í seinni tíð en fyrstu mánuðina og hefur einu sinni losað þúsund manns á tveimur dögum, eftir að Morgunblaðið vitnaði í upplýsingar á heimasíðunni og birti veffangið. Heimasíðan fær talsvert af bréfum með athugasemdum og fyrirspurnum af ýmsu tagi, líka erlendis frá. Áhuginn fyrir Hvalfjarðargöngum er greinilega mikill og vaxandi eftir því sem dregur nær opnun.

Við munum halda heimasíðunni við stundarkorn í viðbót, fram yfir hátíðlega opnun ganganna en hvað þá tekur við veit nú enginn. Heimasíða Hvalfjarðarganga er ekki á vegum Spalar ehf. eða annarra fyrirtækja sem tengjast framkvæmdum í Hvalfirði. Þessi heimasíða var á sínum tíma búin til að frumkvæði kynningarfyrirtækisins Athygli og í samstarfi við G. Valdimar Valdimarsson kerfisfræðing frá tölvufyrirtækinu Ferli og Guðmund Rúnar Lúðvíksson, myndarlistarmann. Umsjónarmenn síðunnar hafa verið í seinni tíð Atli Rúnar Halldórsson og G. Valdimar Valdimarsson. Þetta var hugsað sem tilraunastarfsemi og reyndar þekkjum við sem að henni stöndum ekki sambærilegt íslenskt uppátæki á Vefnum. Nokkrum fyrirtækjum var boðið að styrkja síðuna og rekstur hennar til loka árs 1997 með því að greiða fyrir tengingu með fyrirtækjamerki. Það er áhuga þessara fyrirtækja að þakka að við lögðum af stað og höfum haldið þessu úti. Ákveðið var síðan að framlengja líf heimasíðunnar núna fram á sumar, með stuðningi Spalar.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009