Davíð ræðumaður við opnunarathöfnina

Dagskrá vegna formlegrar opnunar Hvalfjarðarganga laugardaginn 11. júlí nk. hefur tekið á sig endanlega mynd. Athöfnin hefst með því að ekið verður með boðsgesti í gegnum göngin kl. 14:00 frá suðri til norðurs. Við norðurmunna flytja síðan ávörp þeir Davíð Oddsson forsætisráðherra, Páll Sigurjónsson stjórnarformaður Fossvirkis og Gísli Gíslason stjórnarformaður Spalar. Lúðrasveit Akraness og Karlakór Reykjavíkur flytja tónlist.

Að athöfn lokinni er farið með boðsgesti í fólksflutningabílum til hátíðarsamsætis um borð í Akraborginni í Akraneshöfn.

Efnt verður til Hvalfjarðargangahlaups sama dag klukkan 16:00 en klukkan 19:00 verða göngin opnuð almenningi. Þá og næstu daga geta landsmenn ekið í gegn ókeypis og kynnst af eigin raun ágæti þessa einstæða samgöngumannvirkis.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009