Jarðskjálftahætta ekki vanmetin

Jarðskjálftar á Hengilssvæðinu 4. júní sl. breyta engu um það mat sérfræðinga frá september 1995 að hverfandi líkur séu á því að rekstur Hvalfjarðarganga muni einhvern tíma stöðvast vegna slíkra náttúruhamfara. Páll Halldórsson jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands skilaði Speli greinargerð á sínum tíma þar sem svarað er þeirri spurningu hvort líkur séu á því á hálfrar aldar tímabili að á Hvalfjarðarsvæðinu komi svo öflugur jarðskjálfti að rekstur ganga undir fjörðinn myndi stöðvast. Niðurstaðan var sú að engar líkur væru á að slíkt gæti gerst.

Flestir jarðskjálftar á Hengilssvæðinu, sem eru a.m.k. 1 á Richter, mælast á Kúludalsá norðan Hvalfjarðar. Stærsti kippurinn í yfirstandandi hrinu þar kom kl. 21:37 þann 4. júní sl. og skók híbýli manna víða um landið sunnanvert. Hann mældist 5,3 stig á Richterkvarða og átti upptök á Hellisheiði, við þjóðveginn norðan Skálafells í 42 km fjarlægð frá Kúludalsá. Í minnisblaði frá Páli Halldórssyni til Spalar 9. júní 1998 segir orðrétt:

"Mesta lárétt hröðun í skjálftanum sem mældist á Kúludalsá var 2,05 sm/sek2 (0,2% g), sem er lítið en þó heldur meira en búast má við í skjálfta af þessari stærð og í þessari fjarlægð. Ástæðan liggur m.a. í afstöðu mælistaðar til upptaka. Þetta er öfugt við það sem kom fram í skjálftanum 24. ágúst 1997. Hreyfing í jarðskjálftum er ekki aðeins háð fjarlægð frá upptökum, eins og dreifingarmódel gera yfirleitt ráð fyrir. Hún er einnig háð afstöðu upptakanna til athugunarstaðar. Hvernig því sambandi er háttað ræðst af upptakamekanisma skjálftans. Í því mati sem gert var á jarðskjálftahættu við Hvalfjörð í september 1995 var gert ráð fyrir því að hröðunin 1% hefði meðalendurtekningartímann 0,6 ár. Sú hreyfing sem varð í skjálftanum þann 4. júní er vel innan við það og bendir ekki til að áhættan hafi verið vanmetin. Sama á við ef litið er til lengri tíma, eða frá því að mælingar hófust, raunverulegar hreyfingar eru innan við það sem áætlað var."

Ástæða er til að rifja upp almennt í tilefni af umræðum um yfirvofandi öflugan jarðskjálfta á Suðurlandi hver reynslan var í japönsku borginni Kobe 17. janúar 1995. Þá urðu miklar skemmdir á húsum og samgöngumannvirkjum í jarðskjálfta en tæpast nokkur hlutur gerðist í neinum af alls 8 jarðgöngum í og við borgina, nema minni háttar hrun við gangamunna. Í alþjóðlegri skýrslu um afleiðingar Kobeskjálftans segir m.a.:

"Skemmdir á neðanjarðarmannvirkjum, svo sem námum, jarðgöngum og neðanjarðarjárnbrautum, eru mjög sjaldgæfar í jarðskjálftum."

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009