Lagasetning vegna ganganna

Alþingi samþykkti á síðustu sólarhringum vorþings breytingu á lögum um virðisaukaskatt til samræmis við þær skyldur sem íslenska ríkið hefur tekist á hendur gagnvart Speli hf.

Efnislega er lagabreytingin á þá leið að skatthlutfall vegna gjalds fyrir aðgang að vegamannvirkjum verður 14% en samkvæmt gildandi lögum er skatthlutfallið 24,5%. Í samningi sem ríkið gerði við Spöl á sínum tíma var gert ráð fyrir að virðisaukaskattur á veggjald í Hvalfjarðargöngum yrði ekki hærri en 14%. Sá samningur var staðfestur með þingsályktun á árinu 1994 en síðar kom í ljós að stoð þurfti í lögum fyrir 14% virðisaukaskatti. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis flutti frumvarpið og það var samþykkt núna skömmu fyrir sumarhlé þingsins.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  8-16

og föstudaga 8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009