Hinrik prins í heimsókn

Hinrik Danmerkurprins boðaði óvænt komu sína í Hvalfjarðargöng í maímánuði, á meðan opinber heimsókn þeirra Margrétar Þórhildar drottningar stóð yfir hér á landi. Á sérstakri dagskrá fyrir Hinrik í Íslandsferðinni var meðal annars útreiðartúr en einmitt þá var rigningarkalsi og tæplega talið boðlegt að bjóða kóngafólki á hestbak í slíku veðri.

Mönnum datt þá í hug að hafa í staðinn ofan af fyrir hinum tigna gesti í göngunum undir Hvalfirði. Hinrik prins kom því að suðurmunna ganganna með litlum fyrirvara. þar tóku á móti honum Gísli Gíslason stjórnarformaður Spalar, Páll Sigurjónsson stjórnarformaður Fossvirkis, Stefán Reynir Kristinsson framkvæmdastjóri Spalar og fleiri. Prinsinn spurði margs um framkvæmdirnar og sýndi þeim mikinn áhuga. Hann fór ásamt föruneyti sínu undir fjörðinn og til baka aftur og lét afar vel af þessum óvænta lið Íslandsheimsóknarinnar.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009