120 manns við störf í Hvalfjarðargöngum

Aldrei hafa fleiri verið við störf í Hvalfjarðargöng en einmitt nú, alls 120 starfsmenn verktakans (Fossvirkis) og ýmissa undirverktaka. Segja má því með sanni að allt sé rauðglóandi í firði sjávarspendýranna um þessar mundir. Nú er hápunktur verksins.

Hér er stiklað á stóru um það sem mannskapurinn á vettvangi sýslar við:

  • Núna í vikunni verður lokið við að steypa vegsvalir að norðanverðu. Verið er að ryðja jarðefnum yfir vegsvalir að sunnan og undirbúa frágang ofanjarðar þar.
  • Allt drenkerfið í sjálfum göngunum er tilbúið með brunnum og öllu tilheyrandi, þ.e. kerfið sem tekur við vatni sem seitlar inn í göngin eftir að þau verða tekin í notkun.
  • Víða um göngin er verið að vinna í loftum með þéttidúk annars vegar og frauðplasti og sprautusteypu hins vegar. Þetta er lokafrágangurinn.
  • Allar fjórar spennistöðvar í göngunum hafa verið steyptar upp. Vatnsþróin mikla í botni ganganna hefur sömuleiðis verið steypt upp.
  • Byrjað er að vinna við dælukerfi.
  • Þann 18. mars var byrjað að malbika í suðurhluta ganganna. Malbikslögin eru tvö og það er hið fyrra sem unnið er við núna. Malbikuð og greið leið er nú þegar að norðanverðu.
  • Byrjað er að setja upp kapalstiga í loftin til að hengja á margvíslegan búnað: ljóskastara, fjarskiptakapla og fleira.
  • Undirverktaki í rafmagnsmálum er nýkominn á svæðið og hefur hafist handa við að draga kapla í lagnir á milli spennistöðva.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009