Tveir kærðir

Tveir ökumenn hafa verðir kærðir fyrir að aka í gegnum Hvalfjarðargöng í leyfisleysi, að því er Heimasíðan fékk uppgefið hjá lögreglu. Þeir eru kærðir fyrir INNBROT, það er að segja fyrir að hafa brotist inn á lokað vinnusvæði í Hvalfirði. Málin fara sína leið í dómskerfinu og ættu að vera þeim til varnaðar sem hafa áhuga á að stelast í gegnum göngin.

Mikil ásókn var í að fara undir Hvalfjörð að nóttu sem degi og verktakinn í göngunum hafði í nógu að snúast við að koma í veg fyrir að óviðkomandi vegfarendur hreinlega træðu sér í gegnum göngin. Settir voru tálmar beggja vegna ganganna en þeir dugðu skammt.

Dæmi voru um að þeir frekustu hreinlega keyrðu á slárnar sem loka veginum og brytu sér þannig leið í gegnum hindranirnar. Tveir ökumenn voru staðnir að verki og kærðir til lögreglu, einsog fyrr segir. Þessi atvik virðast hafa spurst út og viti menn: frekjuhundarnir lögðu niður skottið og láta lítið á sér bera nálægt göngunum. Það er gáfuleg framkoma, enda er öruggara og ódýrara fyrir alla að storka ekki landslögum með innbrotum, heldur bíða bara eftir að Hvalfjarðargöng verði opnuð með pompi og prakt í sumar.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009