Gjaldskráin tilbúin um páska

Gjaldskrá Hvalfjarðarganga verður tilbúin í apríl og gera má ráð fyrir að hún verði kynnt opinberlega öðru hvoru megin við páska. Hvalfjarðarsíðan gerði því skóna á sínum tíma að gjaldskráin yrði birt í lok febrúar eða þar um bil. Það gekk ekki eftir, m.a. vegna þess að ákveðið var að nota innheimtukerfi fyrir veggjöldin sem ekki var til þegar verkið hófst og uppbygging gjaldskrárinnar ræðst líka af sjálfu fyrirkomulagi innheimtunnar.

Ákveðið er að notaður verði norskur tæknibúnaður við innheimtu veggjaldsins í gjaldskýlinu við norðurendann. Þar verður vakt allan sólarhringinn og vaktmennirnir taka við gjaldi fyrir stakar ferðir í reiðufé eða með greiðslukortum. Þeir sem kaupa afsláttarkort spara hins vegar bæði tíma og peninga. Þeir aka beint í gegn og tölvubúnaður skráir ferðina sjálfvirkt. Tölvan kannar kvort viðkomandi eigi einhverjar ferðir eftir af "kvótanum" sínum (áskrifendur kaupa ákveðinn fjölda ferða og greiða fyrirfram) og dregur ferðina frá.

Gjaldskráin verður uppbyggð á svipaðan hátt og gjaldskrá í strætó eða sundlaugunum þar sem menn greiða fullt gjald fyrir stöku ferðir eða heimsóknir en geta svo sparað sér verulega fjármuni með því að kaupa afsláttarkort sem gilda í ákveðinn tíma eða í nokkur skipti.

Segjum sem svo að gjald fyrir staka ferð venjulegs fjölskyldubíls undir Hvalfjörð verði þúsund krónur (sem er mun lægra en kostar að ferðast með Akraborginni má spara sér tugi prósenta með því að gerast áskrifandi að ferðum og kaupa fyrirfram 20 eða 40 ferðir.

Í nýjum jarðgöngum við Stafangur í Noregi er fyrirkomulagið þannig að áskrifendur að ferðum gera skriflegan samning við rekstrarfélag ganganna og fá sérstakan "kubb" til að setja í framrúðu bíls síns. Þegar þeir aka um göngin "sér" sérstakur tölvubúnaður kubbinn þeirra, rétt eins og búðarkassar lesa strikamerki á vörum. Tölvubúnaður ganganna dregur hverja ferð frá inneign viðskiptavinarins og þegar ferðakvótinn er á þrotum fær hann sendan gíróseðil til að greiða fyrir nýjan kvóta ferða. Þeir sem reyna að aka í gegn án þess að borga komast ekki upp með neitt múður. Sjálfvirkar myndavélar ná númeri viðkomandi bíla og eigendur þeirra fá sendan gíróseðil með veggjaldinu og sekt að auki. Líklegt er að kerfið í Hvalfjarðargöngunum verði líkt því sem lýst hefur verið hér.

PS. 1: Ákveðið er að hámarkshraði í Hvalfjarðargöngum verði 70 km á klst.
PS. 2: Bannað verður að hjóla gegnum göngin. Hjólreiðamenn verða annað hvort að hengja fararskjótana aftan á rútur og aðra bíla eða hjóla fyrir Hvalfjörð upp á gamla mátann.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009