Raftákni ehf., undirverktaka í göngunum, veitt viðurkenning

Atvinnumálanefnd Akureyrar veitti á dögunum fyrirtækinu Raftákni ehf. verkfræðistofu þar í bæ sérstaka viðurkenningu fyrir góðan árangur í rekstri.

Þetta eru sérlega ánægjuleg tíðindi fyrir vini og velunnara Hvalfjarðarganga, því einmitt Raftákn hannar allt sem tengist rafmagni í göngunum og er undirverktaki Fossvirkis. Árni V. Friðriksson, framkvæmdastjóri Raftákns, sagði í samtali við Hvalfjarðarsíðuna að rafhönnun fyrirtækisins tæki t.d. til lýsingar, spennistöðva, loftræstibúnaðar, dælukerfis og lagna. Síðast en ekki síst væri sjálft stjórnkerfi ganganna í þessum stóra verkefna"pakka", þ.e. öflugur og umfangsmikill öryggis- og eftirlitsbúnaður sem notaður verður til að fylgjast með vatnsleka, mengun og umferðinni sjálfri með myndavélum.

Hugsanlegt er að innheimta veggjalds verði hluti af stjórnkerfinu á þann hátt t.d. að vegfarandur geti keypt tiltekinn fjölda ferða um göngin og greitt fyrirfram. Þeir setja strikamerki á framrúðu bílanna og í hvert sinn sem þeir aka undir Hvalfjörð er lesið stafrænt af strikamerkinu og dregið frá "inneigninni" þeirra. Á sama hátt er hægt að lesa af merkinu og innheimta veggjaldið eftir á, til dæmis skuldfæra það á krítarkortareikningi viðkomandi.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009