Haugsuga í Hvalfjarðargöngum

Leikmaður á ferð í Hvalfjarðargöngum býst við að rekast á vörubíla og steypubíla, vélskóflur og lyftara, malbikunarvélar og valtara. Það gengur eftir. En svo blasir við ótrúleg sjón í botni ganganna - 160 metrum undir yfirborði sjávar: FORD dráttarvél með drif á öllum hjólum og verkleg haugsuga hangandi aftan í. Venjulega eru svona tæki notuð til að aka skarni á völl en hvað eru þau að gera hér, fjarri búsorgum og haughúsum?

Skýringin er ekki jafn dramatísk og efni standa til, þegar ekillinn er tekinn tali. Sigurbjörn Hjaltason, bóndi á Kiðafelli í Kjós, er daglegur gestur í Hvalfjarðargöngum á Fordinum, með haugsuguna í eftirdragi. Hann vökvar akbrautina í göngunum til að þar þyrlist ekki upp ryk og geri verkamönnum lífið óbærilegt. Þetta er örugglega eini staðurinn á Íslandi sem þarf að bleyta veg um hávetur í þessu skyni. Sigurbjörn gerir ýmislegt fleira þarft með tækjunum sínum, til dæmis sér hann um að hreinsa leir og drullu sem sest á botn dælukerjanna í göngunum. Þannig hefur haugsugan á Kiðafelli gert sig ómissandi hjálpartæki í gangagerðinni undir Hvalfirði og er þar með orðið eitt stoltasta landbúnaðartæki á Íslandi. Sigurbjörn unir vel hag sínum með bormönnum og hlakkar til að Hvalfjarðargöng verði opnuð í sumar: "Það verður gott að losna við umferðina á þjóðveginum hjá okkur og þá verður ennþá betra að búa í Kjósinni."

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009