Samningur við Landssímann um fjarskiptabúnað

Spölur ehf. og Landssími Íslands hf. hafa gert samning um fjarskiptabúnað í eigu Landssímans í Hvalfjarðargöngum. Samningurinn gildir þar til Spölur hætti rekstri ganganna og afhendir þau ríkinu, tveimur áratugum eftir að þau verða tekin í notkun.

Landssíminn fær heimild til að setja upp búnað fyrir NMT- og GSM-farsímaþjónustu í göngunum, auk boðkerfis og hugsanlegar framtíðarþjónustu. Landssíminn greiðir stofnkostnað og uppsetningu fjarskiptabúnaðarins.

Gert er ráð fyrir loftnetum í gangaloftinu með 500 til 1.000 metra millibili, ásamt endurvörpum í tækjaskápum við gangaveggi. Lagnir verða um rör sem Landssíminn á. Samningurinn veitir Landssímanum ekki einkarétt til að reka fjarskiptaþjónustu í göngunum og fyrirtækið ábyrgist að búnaðurinn trufli ekki aðrar sendingar sem gert er ráð fyrir þar.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009