Bergstyrkingum lokið

Gangur framkvæmda í Hvalfjarðargöngum er samkvæmt áætlun og margt að gerast þar í einu.

  • Lokið var við að styrkja og sprautusteypa bergið um fyrri helgi og byrjað að setja vatnslekavörn innan í göngin (klæðing með dúk á grind næst berginu, þar utan á kemur einangrunarplast og loks sprautusteypa).
  • Lokið er að steypa dæluþró í botni ganganna - sem er mikilvægur hluti öryggiskerfisins.
  • Verið er að steypa fjórar spennistöðvar í göngunum.
  • Undirbúningur er í fullum gangi fyrir raflagnir, endurvarp útvarpsstöðva og fleira í þeim dúr.

Lokið er við undirstöður vegskála við gangamunna að norðanverðu og verið að setja saman steypumótið til að hefja sjálfa steypuvinnuna. Vegskáli að norðan er mun styttri en að sunnan en hins vegar breiðari, enda verða þrjár akreinar upp úr göngunum að norðan en tvær að sunnan.

Þá má geta þess í lokin að "bankaverkfræðingarnir" voru í hefðbundinni heimsókn í Hvalfirði fyrir helgina. Þetta eru eftirlitsmenn á vegum fjármálastofnana sem lána til peninga til framkvæmdanna. Norska ráðgjafafyrirtækið Noteby AS. annast eftirlit fyrir hönd lánveitenda verktakans í göngunum, Fossvirkis sf. Breska ráðgjafafyrirtækið W.S. Atkins Ltd. annast eftirlit fyrir hönd þeirra sem fjármagna gangagerðina til lengri tíma.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009