Nýr framkvæmdastjóri Spalar ehf.

Stefán Reynir Kristinsson, viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins Spalar, sem á og rekur göngin undir Hvalfjörð. Hann er ráðinn til tveggja ára og tekur við nýja starfinu 1. mars nk. Hann var valinn úr hópi 39 umsækjenda. Nýi framkvæmdastjórinn verður trúlega fyrst í stað með aðsetur á skrifstofu Spalar í Reykjavík en fljótlega opnar félagið skrifstofu á Akranesi, nánar tiltekið í húsakynnum Áburðarverksmiðjunnar.

Stefán Reynir er fimmtíu og tveggja ára og hefur verið fjármálastjóri Íslenska járnblendifélagsins frá því í september 1981. Hann var stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1966, lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1971 og hafði áður numið stærðfræði og hagfræði í Háskólanum í Sheffield á Englandi. Að námi loknu starfaði hann hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1971 til 1973, var fulltrúi í hagfræðideild Reykjavíkurborgar 1973 til 1979, innri endurskoðandi og síðar fjárreiðustjóri hjá Flugleiðum 1977 til 1980 og rak síðan sjálfstæða rekstrarráðgjöf þar til hann var ráðinn til Íslenska járnblendifélagsins haustið 1981.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009