Dagblaðið Dagur birti í leiðaraopnu hinn 24. júní sl. grein eftir einn af blaðamönnum þar á bæ um gjaldskrármál Spalar undir fyrirsögninni "Okur í Hvalfjarðargöngum". Svargrein birtist í sama blaði 1. júlí en henni var valinn staður svo lítið bar á aftast í seinni blaðhlutanum. Sú grein fer hér á eftir og er öðrum þræði almenn hugleiðing um gjaldskrá ganganna:

Opnunarhátíð Hvalfjarðarganga sl. laugardag, 11. júlí, var þjóðvegahátíð í besta skilningi þess orðs og átti ekkert sameiginlegt með þeirri ringulreið sem ríkti á vegum að Þingvöllum á afmæli lýðsveldis forðum daga - eins og ýmsir óttuðust.

Innheimta veggjalds hefst í Hvalfjarðargöngum kl. 07.00 að morgni mánudags 20. júlí, þ.e. strax eftir næstu helgi. Byrjað var að selja áskriftarferðir og afhenda veglykla í gærmorgun á alls níu þjónustustöðvum olíufélaganna í Reykjavík, Borgarnesi og á Akranesi. Spalarmenn ætla að veita stórnotendum sérstaka þjónustu (fyrirtækjum og stofnunum).

Næstu vikur geta vegfarendur átt von á að Hvalfjarðargöngum verði lokað um lengri eða skemmri tíma að nóttu til á virkum dögum vegna nauðsynlegs eftirlits, stillingar á búnaði og þjálfunar starfsfólks. Reynt verður að haga lokunum þannig að þær valdi vegfarendum sem minnstum óþægindum og miðað er við að þetta gerist einkum frá miðnætti til klukkan 6 að morgni frá þriðjudegi til föstudags.

Hvalfjarðargöngin verða tekin í notkun næstkomandi laugardag, átta mánuðum fyrr en upphaflega var gert ráð fyrir. Samkomur verða af því tilefni við báða gangamunna og efnt til Hvalfjarðargangahlaups áður en göngin verða opnuð fyrir almennri umferð. Sjá meðfylgjandi dagskrá.

Búist er við miklum mannfjölda í Hvalfjörð á laugardaginn til að fagna opnun ganganna undir fjörðinn. Gera má ráð fyrir að sérstakir boðsgestir Spalar og Fossvirkis verði 400 til 500 talsins, þar á meðal eru flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar og heyrst hefur reyndar að þeir noti tækifærið og líti inn hjá Ingibjörgu Pálmadóttur, heilbrigðisráðherra, og fjölskyldu hennar á Skaganum á laugardagskvöld.

Dagskrá hátíðarhalda í Hvalfirði laugardaginn 11. júlí hefur tekið á sig endanlega mynd. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, opnar göngin formlega með því að klippa á hefðbundinn borða í munnanum sunnan megin, Páll Sigurjónsson, stjórnarformaður Fossvirkis og Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, ávarpa gesti þar á vettvangi og Lúðrasveit Akraness leikur.

Laugardaginn 27. júní urðu þau kaflaskil í sögu heimasíðu Hvalfjarðarganga að gestur nr. 10.000 kom þar í heimsókn. Við þökkum honum innlitið, sem og öðrum gestum og velunnurum síðunnar og Hvalfjarðarganga.

Félag íslenskra bifreiðaeigenda fagnar Hvalfjarðargöngum sem merkum tímamótum í íslenskri samgöngusögu en gagnrýnir gjaldskrána. Í blaði FÍB, Ökuþór, 2. tbl. 1998, kemur fram að samtökunum þykir gjald fyrir fjölskyldubíl of hátt og gjaldflokkar of fáir.

Stjórn Sorpu ætlar að lækka mótttökugjöld fyrir timbur um 12% frá og með 1. júlí 1998 m.a. vegna Hvalfjarðarganga. Það er yfirlýst stefna Sorpu að láta viðskiptavini sína njóta betri rekstrarafkomu og stuðla þannig að vernd umhverfisins og aukinni endurnýtingu.

Alþingi samþykkti á síðustu sólarhringum vorþings breytingu á lögum um virðisaukaskatt til samræmis við þær skyldur sem íslenska ríkið hefur tekist á hendur gagnvart Speli hf.

Jarðskjálftar á Hengilssvæðinu 4. júní sl. breyta engu um það mat sérfræðinga frá september 1995 að hverfandi líkur séu á því að rekstur Hvalfjarðarganga muni einhvern tíma stöðvast vegna slíkra náttúruhamfara. Páll Halldórsson jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands skilaði Speli greinargerð á sínum tíma þar sem svarað er þeirri spurningu hvort líkur séu á því á hálfrar aldar tímabili að á Hvalfjarðarsvæðinu komi svo öflugur jarðskjálfti að rekstur ganga undir fjörðinn myndi stöðvast. Niðurstaðan var sú að engar líkur væru á að slíkt gæti gerst.

Dagskrá vegna formlegrar opnunar Hvalfjarðarganga laugardaginn 11. júlí nk. hefur tekið á sig endanlega mynd. Athöfnin hefst með því að ekið verður með boðsgesti í gegnum göngin kl. 14:00 frá suðri til norðurs. Við norðurmunna flytja síðan ávörp þeir Davíð Oddsson forsætisráðherra, Páll Sigurjónsson stjórnarformaður Fossvirkis og Gísli Gíslason stjórnarformaður Spalar. Lúðrasveit Akraness og Karlakór Reykjavíkur flytja tónlist.

Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi og stjórnarformaður Spalar, skrifaði greinar í Morgunblaðið og Skessuhorn í maí 1998 í tilefni umræðunnar um veggjald í Hvalfjarðargöngum. Hvalfjarðarsíðunni þykir rétt að birta þær báðar, fyrst er sú sem birtist í Morgunblaðinu:Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi og stjórnarformaður Spalar, skrifaði greinar í Morgunblaðið og Skessuhorn í maí 1998 í tilefni umræðunnar um veggjald í Hvalfjarðargöngum. Hvalfjarðarsíðunni þykir rétt að birta þær báðar, fyrst er sú sem birtist í Morgunblaðinu:

Hinrik Danmerkurprins boðaði óvænt komu sína í Hvalfjarðargöng í maímánuði, á meðan opinber heimsókn þeirra Margrétar Þórhildar drottningar stóð yfir hér á landi. Á sérstakri dagskrá fyrir Hinrik í Íslandsferðinni var meðal annars útreiðartúr en einmitt þá var rigningarkalsi og tæplega talið boðlegt að bjóða kóngafólki á hestbak í slíku veðri.

Spölur ehf. auglýsir nú eftir starfsfólki til starfa við innheimtu í gjaldskýli félagsins við Hvalfjarðargöng. Ráðið verður í 6 störf í vaktavinnu. Umsóknarfrestur er til og með 15. júní n.k. og skal skila umsóknum á skrifstofu Spalar ehf. að Mánabraut á Akranesi (skrifstofa Sementsverksmiðjunnar). Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Spalar, Stefán Reynir Kristinsson, í síma 5112100.

Eftir aðeins fimm vikur verða Hvalfjarðargöngin opnuð við hátíðlega athöfn og undirbúningur er á fullum skriði á mörgum vígstöðvum. Hátíðardagskráin er sem næst fullmótuð en of snemmt er að viðra efni hennar. Ljóst er þó að sjálft opnunarathöfnin verður við suðurmunna ganganna laugardaginn 11. júlí klukkan 14:00 og á eftir verður ekið með boðsgesti undir Hvalfjörð til Akraness. Þar verður samkoma í tilefni dagsins. Gera má ráð fyrir að boðsgestir verði um eða yfir 300 talsins, innlendir og erlendir.

Hvalfjarðargöng munu bæta samkeppnisstöðu landflutninga, hafa jákvæð áhrif á þróun flutningaþjónustu innanlands og vera stórt skref í þá átt að gera landflutninga enn hagkvæmari í samkeppni við sjóflutninga.

Gjaldskrá Hvalfjarðarganga verður tilbúin í apríl og gera má ráð fyrir að hún verði kynnt opinberlega öðru hvoru megin við páska. Hvalfjarðarsíðan gerði því skóna á sínum tíma að gjaldskráin yrði birt í lok febrúar eða þar um bil. Það gekk ekki eftir, m.a. vegna þess að ákveðið var að nota innheimtukerfi fyrir veggjöldin sem ekki var til þegar verkið hófst og uppbygging gjaldskrárinnar ræðst líka af sjálfu fyrirkomulagi innheimtunnar.

Tveir ökumenn hafa verðir kærðir fyrir að aka í gegnum Hvalfjarðargöng í leyfisleysi, að því er Heimasíðan fékk uppgefið hjá lögreglu. Þeir eru kærðir fyrir INNBROT, það er að segja fyrir að hafa brotist inn á lokað vinnusvæði í Hvalfirði. Málin fara sína leið í dómskerfinu og ættu að vera þeim til varnaðar sem hafa áhuga á að stelast í gegnum göngin.

Aldrei hafa fleiri verið við störf í Hvalfjarðargöng en einmitt nú, alls 120 starfsmenn verktakans (Fossvirkis) og ýmissa undirverktaka. Segja má því með sanni að allt sé rauðglóandi í firði sjávarspendýranna um þessar mundir. Nú er hápunktur verksins.

Norðmenn eru stórtækasta gangagerðarþjóð veraldar. Hvergi eru fleiri jarðgöng í þjóðvegakerfi eins lands en í Noregi, bæði undir firði og í gegnum fjöll. Nú eru bormenn Noregs að setja lengdarmet líka. Á milli bæjanna Aurland og Lærdal í Vestur-Noregi er verið að sprengja 24,5 km löng göng sem verða tilbúin árið 2001 (lengdin svarar til fimm og hálfra Hvalfjarðarganga!).

Leikmaður á ferð í Hvalfjarðargöngum býst við að rekast á vörubíla og steypubíla, vélskóflur og lyftara, malbikunarvélar og valtara. Það gengur eftir. En svo blasir við ótrúleg sjón í botni ganganna - 160 metrum undir yfirborði sjávar: FORD dráttarvél með drif á öllum hjólum og verkleg haugsuga hangandi aftan í. Venjulega eru svona tæki notuð til að aka skarni á völl en hvað eru þau að gera hér, fjarri búsorgum og haughúsum?

Morgunútvarpsstjórnendur vöruðu við fljúgandi hálku í öllum landshlutum. Í morgunfréttum Útvarps voru landsmenn beðnir um að aka gætilega vegna glæru á vegum.

Stefán Reynir Kristinsson, viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins Spalar, sem á og rekur göngin undir Hvalfjörð. Hann er ráðinn til tveggja ára og tekur við nýja starfinu 1. mars nk. Hann var valinn úr hópi 39 umsækjenda. Nýi framkvæmdastjórinn verður trúlega fyrst í stað með aðsetur á skrifstofu Spalar í Reykjavík en fljótlega opnar félagið skrifstofu á Akranesi, nánar tiltekið í húsakynnum Áburðarverksmiðjunnar.

Spölur ehf. og Landssími Íslands hf. hafa gert samning um fjarskiptabúnað í eigu Landssímans í Hvalfjarðargöngum. Samningurinn gildir þar til Spölur hætti rekstri ganganna og afhendir þau ríkinu, tveimur áratugum eftir að þau verða tekin í notkun.

Grein úr Skessuhorninu:

Allt frá því að farið var af stað með hugmyndir um vegtengingu undir Hvalfjörðinn hafa menn haft eitt og annað við ákvarðanir þar að lútandi að athuga og menn verið misjafnlega bjartsýnir eða svartsýnir á fyrirtækið. Vitanlega er ekki við öðru að búast þegar um svo mikla framkvæmd er að ræða, en óneitanlega hefur umræðan stundum verið meira af kappi en forsjá. Nú er mikið fjallað um gjaldskrá Spalar og hafa komið fram ýmis sjónarmið sem eru góðra gjalda verð, en sum byggð á nokkrum misskilningi. Hér á eftir verður reynt að koma nokkrum atriðum á framfæri, sem ættu að upplýsa þá sem vilja kynna sér málið.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  8-16

og föstudaga 8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009