Eignarhaldsfélagið Spölur, sem á og rekur Hvalfjarðargöng, styrkir Akraneshlaup 1997 á laugardaginn kemur, 7. júní. Spölur ehf. notar tækifærið og kynnir formlega nýjan liðsmann sinn og kynningarfulltrúa, Staupa-Stein að nafni.

Bormenn sunnan megin í göngunum komu að sprungu með heitu vatni í lok síðustu viku og voru í þrjá daga að þétta bergið áður en hægt var að halda sprengingum áfram.

Verktakafyrirtækið Nesey í Gnúpverjahreppi átti lægsta tilboð í vegtengingu Hvalfjarðarganga sunnan megin fjarðar, um 75% af kostnaðaráætlun verkkaupans. Nesey bauð tæpar 47 milljónir króna í verkið en Vegagerðin áætlaði að það kostaði tæplega 62,8 milljónir króna.

Hitinn í berginu sunnan megin í göngunum mælist allt að 50 gráður, en að norðan um 17 til 18 gráður á celsíus. Bergið kólnar fljótt eftir að sprengt er og hreinsað út úr göngunum í hverjum áfanga verksins, eða um 15 til 20 gráður að sunnan á einum sólarhring. Lofthitinn á vinnustað sunnan megin er þægilegur: 15 til 20 gráður. Tæpast er hægt að segja að vart hafi orðið við vatnsleka í göngunum vikum saman, enda er bergið mjög þétt.

Bormenn Fossvirkis bættu 512 metrum við Hvalfjarðargöng í aprílmánuði, sem er stærsti áfangi á einum mánuði frá því framkvæmdir hófust þarna snemma sumars 1996. Í nóvember 1996 bættust 440 metrar við göngin en nú er það met slegið og hálfs kílómeters múrinn rofinn.

Norðmenn eru allra þjóða ötulastir við að bora göng í gegnum fjöll og undir sjó til að bæta samgöngur. Veggöng í þjóðveganeti Noregs eru alls 575 kílómetrar og veggöng neðansjávar í Noregi eru orðin 17 talsins. Þetta kemur fram í afar fróðlegri grein í 6. tbl. Framkvæmdafrétta Vegagerðarinnar 1997. Sú grein er þýdd úr norsku tímariti og fjallar um öryggismál í jarðgöngum.

Bormenn Fossvirkis í Hvalfirði slá ekki slöku við og bættu eigið Íslandsmet í gangagerð í síðustu viku (viku nr. 15). Þá bættust við 125 metrar, þar af 70 að sunnan og 55 að norðan. Alls var því búið að bora og sprengja að morgni mánudags 14. apríl 3.456 metra, eða liðlega 63% af fyrirhuguðum göngum. Eftir eru þá 2.028 metrar og óhætt að segja að nú sígi á seinni hlutann.

Bormenn Fossvirkis höfðu lokið við að sprengja og grafa alls 3.244 metra undir Hvalfirði núna um mánaðarmótin, eða tæplega 60% af heildarlengd ganganna. Lokið var við 1.822 metra að sunnanverðu og 1.402 metra að norðan.

Göng undir Hvalfjörð eru einn þáttur í því að gera Grundartangasvæðið álitlegt fyrir frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Þetta kemur skýrt fram í Svæðisskipulagi sveitarfélaganna sunnan Skarðsheiðar 1992-2012, sem samþykkt var árið 1994. Þar er meðal annars að finna sérstakan kafla sem heitir Áhrif Hvalfjarðarganga.

Bormenn verða að líkindum hálfnaðir á leiðinni undir Hvalfjörð fyrir febrúarlok. Vegalengdin er hálfnuð við 2.742 metra og í gær (mánudag 10. febrúar) var lokið við að sprengja 2.562 metra. Þá vantaði með öðrum orðum aðeins 180 metra upp á að áfanginn væri hálfnaður. Til samanburðar má geta þess að sprengdir voru 150 metrar frá mánaðarmótum janúar/febrúar til 10. febrúar. Heildarlengd Hvalfjarðarganga verður 5.484 metrar, sem er umtalsvert styttra en talað var um í upphafi verks.

Heildarlengd Hvalfjarðarganga verður 5.484 metrar, samkvæmt nýjustu upplýsingum sem fyrir liggja. Hingað til hefur verið talað um að göngin yrðu alls 5.650 metrar og í upphafi verks áttu þau að vera enn lengri. Skýringar á styttingunni eru tvær: Annars vegar var dýpra niður á gangamunna í upphafi verks en gert hafði verið ráð fyrir. Vegskálar við enda ganganna lengjast við þetta en göngin sjálf styttust að sama skapi. Hins vegar hafa hönnuðir breytt beygjum í göngunum sjálfum eftir að verkið hófst og þá styttust göngin enn frekar. Samsagt: Nú tölum við um að Hvalfjarðargöng verði 5.484 metrar.

Hvalfjarðargöng voru orðin alls 2.487 metrar að morgni mánudags 3. febrúar, sem er nákvæmlega 45% af leiðinni undir fjörðinn. Að baki voru þá 1.348 metrar að sunnan og 1.139 metrar að norðan.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009