Byrjað að malbika í þessari viku

Gangur framkvæmda undir Hvalfirði er samkvæmt áætlun og margir þættir verksins unnir samtímis.

  • Verki við styrkja bergið í öllum göngunum er fram haldið og því lýkur um miðjan janúar.
  • Eftir áramót hefst vinna við að setja dúk í loft ganganna til að beina vatni úr berginu frá akbrautinni inn í dælukerfið. Norskur verktaki sér um þennan þátt, fulltrúar hans voru á vettvangi núna í vikunni að undirbúa verkið.
  • Verið er að byggja upp sjálfan veginn gegnum göngin og byrjað verður að malbika fyrra lagið á akbrautinni norðan megin núna fyrir jólin.
  • Unnið er að því að steypa vatnsþróna í botni ganganna, leggja kappla, rör, og ganga frá spennistöðvum.
  • Unnið er að undirstöðum fyrir vegsvalir norðan megin. Steypuvinna við sjálfar vegsvalirnar hefst svo eftir áramót.
  • Byrjað er að fylla með drenmöl að vegsvölunum að sunnanverðu. Þær verða huldar jarðvegi að mestu leyti næsta sumar.

Starfsmenn Fossvirkis í Hvalfjarðargöngum taka sér frí frá störfum um jól og áramót. Ekkert verður unnið þar um hátíðar en gæsla verður á svæðinu. Vart ætti að þurfa að taka fram að göngin verða rækilega lokuð í báða enda. En reynslan sýnir að spila verður áfram plötuna um lokuð göng. Enn ber nefnilega furðu mikið á kvabbi einstaklinga og hópa ferðafólks um að fá að "skrjótast" í gegnum göngin. Heimild til slíks fæst ekki, svo einfalt er nú það. Enn einu sinni er því efni til að segja skýrt: Hvalfjarðargöng eru lokuð og verða lokuð fram í júlí á næsta ári.Eina undantekningin er að sjúkraliðið á Akranesi fær að fara með sjúklinga undir fjörðinni til Reykjavíkur þegar mikið liggur við. Þá neyðarheimild hefur það nýtt sér í tvígang, eftir því sem Hvalfjarðarsíðan kemst næst.

Heimasíða Hvalfjarðarganga óskar tryggum lesendum sínum, aðstandendum ganganna og starfsmönnum við framkvæmdir í Hvalfirði, gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, með þökk fyrir samstarfið á árinu 1997. Í júlí nk. gerist það: Við ökum um fyrstu neðansjávargöng á Íslandi með bros á vör: Styttum leið, flýtum för! Gleðilegt nýtt Hvalfjarðargangaár.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009