Tugir umsókna um starf framkvæmdastjóra Spalar

Spölur ehf., sem á og rekur Hvalfjarðargöng eftir að þau verða opnuð formlega, auglýsti eftir framkvæmdastjóra til starfa fyrir nokkru. Umsóknarfrestur rann út fyrir helgina og samkvæmt upplýsingum Hvalfjarðarsíðunnar sóttu 30 til 40 manns um starfið. Gert er ráð fyrir að nýr framkvæmdastjóri verði með aðsetur á Akranesi, enda er lögheimili Spalar þar í bæ. Stjórnendur Spalar fara næstu daga yfir umsóknir og ráða framkvæmdastjóra innan tíðar.

Margir vilja vita hvað muni kosta að aka um Hvalfjarðargöng, sem eðlilegt er. Því er til að svara að norskt ráðgjafarfyrirtæki, Gröner A/S, er að kanna gjaldskrármál og innheimtuaðgerðir fyrir Spöl. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir í janúar. Frá upphafi framkvæmdanna hefur verið talað um að grunngjald fyrir fólksbíl verði um 800 krónur (aðra leið) og um 2.700 krónur fyrir flutningabíl (aðra leið).

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009