Kom, sá og tapaði ráðherrastólnum

Enginn sem kemur í Hvalfjarðargöng verður samur maður á eftir.

  • Fjöldi fólks, sem fylgdist með þegar Blöndal rauf haftið á milli norður- og suðurenda ganganna þann 3. október sl., hafði orð á hve glæsilegt þetta mannvirki væri. Sumir kváðust hafa verið efins um að þeir þyrðu að aka undir fjörðinn en eftir heimsókn í göngin væri allur efi á bak og burt og út færu þeir öryggið uppmálað.
  • Gunnlaugur Þórðarson, hæstaréttarlögmaður, sneri við blaðinu eftir heimsókn í göngin, eins og gestir hérna á heimasíðunni geta séð annars staðar í fréttayfirlitinu. Hann hamaðist áður gegn framkvæmdunum sem hreinni vitleysu og flani en getur núna vart beðið eftir að fá að aka um göngin áleiðis til að vitja ættmenn á Húsavík næsta sumar.
  • Síðast en ekki síst ber að nefna fyrrverandi samgöngumálaráðherra Færeyja, Samal Petur í Grund. Hann kom hingað til lands fyrr á þessu ári með fríðu föruneyti og kynnti sér Hvalfjarðargöngin. Færeyski ráðherrann varð svo hrifinn af sjálfum framkvæmdunum og fjármögnunarmódelinu að ekkert annað kom til greina í huga hans en að gera slíkt hið sama heima fyrir og grafa neðansjávargöng milli Vogeyjar og Straumeyjar. Samal Petur krafðist þess m.a. að landsstjórnin notaði 400 milljónir króna af tekjuafgangi fjárlaga ársins 1997 til að ráðast í gangagerðina. Félagar hans í landsstjórninni vildu ekki fallast á þetta (þeim er nokkur vorkunn, því þeir hafa ekki komið í Hvalfjarðargöngin). Meðal þeirra sem sagði nei takk var fjármálaráðherrann, Anfinn Kallsberg. Samal Petur ræddi þá við þingmenn úr stjórnarandstöðunni og fékk stuðning þar við hugmyndir sínar. Þá var lögmanni Færeyja, Edmund Joensen, nóg boðið og hann vék Samal Petri úr landsstjórninni. Sjálfstýriflokkurinn, flokkur samgönguráðherrans fráfarandi, ákvað þegar í stað að segja sig úr landsstjórninni. Hvalfjarðargöngin urðu þannig óbeinn drifkraftur dramatískra atburða í færeyskri pólitík. Síðustu fregnir frá Færeyjum herma að landsstjórnin hafi bjargað sér fyrir horn og tryggt sér meirihluta á þingi til kosninga á næsta ári. Ákveðið er að hefja framkvæmdir við neðansjávargöngin umdeildu á næsta kjörtímabili og meira að segja lögmaðurinn, Edmund Joensen, er nú orðinn stuðningsmaður framkvæmdanna - án þess að hafa komið í Hvalfjarðargöngin!

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009