Vegatálmar settir upp við Hvalfjarðargöngin!

Svo mikil atgangur er í forvitnum vegfarendum nálægt gangamunnum í Hvalfirði að Fossvirkismenn ætla að setja upp "vegatálma", þ.e. bómu yfir veginn þannig þeir einir geti opnað sem eiga erindi inn á vinnusvæði verktakans. Sumir eru svo bjartsýnir að halda að þeir fái leyfi Fossvirkis til að "skjótast undir fjörðinn" á leið suður eða norður en það gengur auðvitað ekki. Óstaðfestar fregnir eru reyndar um að einhverjir hafi hreinlega reynt að keyra undir fjörðinn í heimildarleysi. Allt þetta hefur orðið til þess að Fossvirki bregður á það ráð að loka vegum beggja vegna ganga.

Linnulaus ásókn er í að skoða göngin, bæði frá einstaklingum og starfsmannahópum í fyrirtækjum og stofnunum. Verktakinn heimilar ekki slíkar skoðunarferðir enda er ljóst að ekkert yrði unnið ef starfsmenn þyrftu sífellt að sinna ferðafólki!

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009