Steypt og styrkt

Starfsmenn Fossvirkis vinna þessa dagana við að styrkja bergið endanlega í göngunum, þeir byrjuðu verkið undir firðinum og eru á leið norður úr.

Verið er að leggja drenlagnir, undirbúa vegagerð í göngunum og uppsetningu ídráttarröra fyrir lagnir Pósts og síma og fleira. Þá er byrjað að steypa upp dæluþróna í botni ganganna, sem verður mikið mannvirki. Þetta verður þró sem tekur meira vatn en stærstu sundlaugar á Íslandi og á að taka við vatni sem kann að safnast fyrir ef dælukerfi í göngunum verður rafmagnslaust í langan tíma. Við suðurenda ganganna er sem næst lokið við að steypa vegskála og einungis eftir að loka glufum upp við bergið.

Um hundrað manns starfa á vegum Fossvirkis eru í og við Hvalfjarðargöng. Stokkað hefur verið upp í starfsliðinu eftir að "slegið var í gegn" 3. október sl. Sprengimenn eru horfnir af vettvangi til nýrra verkefna við virkjanir á hálendinu en í stað þeirra eru komnir smiðir og aðrir iðnaðarmenn.

ps. Áhugamenn um jarðgangagerð á Íslandi hafa fylgst vel með fréttum frá Noregi og Svíþjóð um vandamál sem upp hafa komið í nýjum göngum í Suður-Svíþjóð og nýjum göngum við nýjan alþjóðaflugvöll við Gardermoen í Noregi. Eitrað þéttiefni var notað á báðum stöðum gegn vatnsleka inn í göngin. Eitrið komst í grunnvatn og grunur leikur á að starfsmenn orðið fyrir alvarlegu heilsutjóni af völdum þess. Þar við bætist að grunnvatnsrennsli inn í göngin við Gardermoen hefur orðið til þess að breyta umhverfi og landslagi nokkuð á yfirborðinu. Tugir húsa hafa sigið og skekkst á grunni og stöðuvötn hafa þurrkast upp. Vinna liggur niðri í göngunum á báðum stöðum og nokkur óvissa ríkir um hvað þar gerist. Fréttirnar frá Noregi og Svíþjóð gefa tilefni til að segja enn einu sinni skýrt: eitrað þéttiefni hefur aldrei verið notað í jarðgöngum á Íslandi. Þar er þétt og styrkt með vistvænum efnum: sementi og vatni.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009