Túristar sækja í göngin - 684 metrar eftir

Bormenn Fossvirkis hafa í nógu að snúast við að vísa frá forvitnu ferðafólki sem heldur að það geti notað brot af sumarleyfinu til að kíkja á framkvæmdirnar undir Hvalfirði!

Ótrúlega margir óboðnir gestir leggja lykkju á leið sína um Hvalfjörð og eru jafnvel komnir á bílunum sínum langleiðina að munnum jarðganganna þegar þeir eru stöðvaðir. Dæmi eru um heilu fjölskyldurnar sem virðast telja sjálfsagt mál að kanna gang mála í jarðgöngunum á leið í fríið. Þetta fólk ekur eins og ekkert hafi í skorist fram hjá áberandi skiltum, þar sem stendur skýrum stöfum að óviðkomandi umferð sé bönnuð og að þetta sé hættusvæði. Sumir óboðnu ferðalangarnir taka því afar þunglega að vera snúið við og rífa kjaft!

Mánudaginn 21. júlí voru göngin orðin nákvæmlega 4,8 km að lengd, 2.661 metri að sunnan og 2.139 metrar að norðan. Eftir voru þá 684 metrar, rúmlega 12% leiðarinnar. Neðst í göngunum er láréttur kafli. Bormenn fara ekki neðar en orðið er að norðan og grafa nú lárétt þeim megin. Jarðfræðingar gera ráð fyrir að kaflinn sem eftir er verði nokkuð strembinn. Núna undir lok vikunnar (30. viku) má þannig búast við að bormenn að norðan verði komnir í lausara og óþéttara berg en yfirleitt er í göngunum.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009