Innan við þúsund metrar eftir!

Núna um mánaðarmótin var lokið við að sprengja 4.506 metra af göngum undir Hvalfjörð, 2.514 að sunnan og 1.992 metra að norðan. Göngin verða alls 5.484 metrar, þannig að nú eru eftir 978 metrar, eða um 18% leiðarinnar. Þannig sígur nú mjög á seinni hlutann í þessu verki og við blasir að "slegið verði í gegn" einhvern tíma í haust.

Í dag urðu ákveðin kaflaskil í verkinu þegar bormenn norðan megin luku við að sprengja þann kafla ganganna sem er "þríbreiður", það er að segja þann hluta sem er með þremur akreinum. Núna mjókka göngin þeim megin og verða sambærileg því sem sunnanmenn hafa verið að fást við frá upphafi. Til að lesendur hafi á hreinu hvað hér er verið að tala um, þá skal rifjað upp hér og nú að halli á veginum norðan megin í göngunum er meiri en að sunnan. Að norðan er hallinn mest rúm 8% (svipaður og í Bankastræti í Reykjavík), en að sunnan 4-7% (minni en í Kömbum). Vegna þessa halla verða þrjár akreinar að norðanverðu í göngunum, þ.e. tvær akreinar fyrir þá sem eru á norðurleið (klifurrein fyrir stóra bíla), en ein akrein fyrir þá sem fara í átt til Reykjavíkur.

Vinna í og við göngin hefur gengið mjög vel undanfarna daga og vikur og bergið er bæði þurrt og gott, í báðum endum. Jarðfræðingar gera hins vegar ráð fyrir að framundan séu tveir kaflar, að minnsta kosti, þar sem er bergið er lausara í sér og búast má við einhverjum leka.

Samgönguráðherra Færeyja og fleiri góðir gestir frá Færeyjum komu í heimsókn í Hvalfjarðargöngin á dögunum, í fylgd manna úr samgönguráðuneytinu hér. Færeyingar vildu kynna sér framkvæmdirnar, vegna þess að þeir hafa áhuga á að hliðstæða gangagerð heima. Í frásögnum fjölmiðla af heimsókn Færeyinga kom fram að þeir hafi hrifist sérstaklega af því hvernig staðið er að fjármögnun verksins. Þeir gestir heimasíðunnar sem vilja vita meira um þá hlið mála geta fundið margvíslega upplýsingar annars staðar á síðunni.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009