Blöndal sprengir haftið 3. október!

Þá er komið að því góðir hálsar: Göng undir Hvalfjörð verða að veruleika föstudaginn 3. október klukkan 15:00. Þá sprengir Halldór Blöndal, samgönguráðherra, tveggja metra breitt haft undir miðjum Hvalfirði og þar með er lokið langþráðum áfanga verksins, löngu á undan áætlun.

Haftið er þegar orðið holótt, því núna í vikunni var boruð hola í gegn, tíu sentimetrar í þvermál. Og í gærmorgun, 30. september, var sprengt gat í stafninn - alveg uppi undir þaki - til að kanna hvort stefnan væri rétt og hvort náttúruleg loftræsting væri í göngunum. Allt var þetta í fínasta lagi. Bormönnum skeikar ekki um tommu og í gegnum gatið kom þessi fíni blástur norður eftir göngum. Sjö bormenn sunnan megin gátu ekki á sér setið og tróðu sér í gegnum gatið. Þeir eru þannig fyrstir í til að fara undir Hvalfjörð - skríðandi. Þar á meðal var Hermann Sigurðsson, staðarverkfræðingur Fossvirkis.

Bergið í haftinu er mjög gott en skammt sunnan við það var farið í gegn um stórt misgengi, eitt af þremur sambærilegum á allri gangaleiðinni. Þar er bergið laust í sér og tók lengri tíma að þétta það og styrkja en ella.

Búist er við á fimmta hundrað gestum í Hvalfjarðargöngum á föstudaginn, þar á meðal ríkisstjórn, alþingismönnum og fjölda annarra gesta. Gestir fara inn í göngin að norðan og bíða við útskot, hálfum öðrum kílómetra frá sprengistað, á meðan Halldór Blöndal sprengir sér leið í gegn. Að því búnu fara gestir niður í botn ganganna og líta á grjóthauginn sem ráðherra samgöngumála skilur þar eftir sig. Fylgst verður með vinnuvélum Fossvirkis hreinsa burt grjótið og síðan verður hin formlega athöfn í tilefni dagsins. Ávörp verða flutt og léttar veitingar fram bornar.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009