Hvalfjarðargöng - stytta leið og flýta för

Jarðgöngin undir Hvalfjörð verða tilbúin mun fyrr en búist var við og framkvæmdir hafa raunar gengið betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona . Ef svo fer sem horfir ná endar saman undir firðinum núna á haustdögum og gera má þá ráð fyrir að þjóðbraut undir Hvalfjörð verði opnuð fyrir umferð síðla árs 1998.

Leiðin á milli Akraness og Reykjavíkur styttist um 60 km og ríflega 42 km á milli Borgarness og Reykjavíkur. Göngin styrkja byggð á Vesturlandi og tengja betur saman höfuðborgarsvæðið og vestur- og norðurhluta landsins. Eignarhaldsfélagið Spölur á og rekur Hvalfjarðargöng. Gísli Gíslason, bæjarstjóri og stjórnarformaður Spalar, segir að strax í fyrravor hafi gætt greinilegra áhrifa þessara framkvæmda á efnahags- og atvinnulíf á Akranesi og víðar á Vesturlandi. Göngin sjálf muni svo hafa umtalsverð áhrif á samfélagið hér, sumt gerist strax og annað smám saman. "Þegar á heildina er litið munu Hvalfjarðargöngin ótvírætt hafa góð áhrif hér á svæðinu en fram hjá því verður hins vegar ekki horft að hagur sumra raskast eitthvað," segir Gísli. "Samkeppni í verslun og þjónustu hér eykst vafalaust vegna þess að höfuðborgarsvæðið færist í raun nær okkur. Fyrirtæki á Vesturlandi hljóta að bregðast við með því að bæta þegar í stað samkeppnisstöðu sína eins og framast er kostur. Aðstæður breytast verulega og vinna við stefnumótun vegna breytinganna er í fullum gangi á vegum Akraneskaupstaðar. Við viljum að sem flestir bæjarbúar velti vöngum yfir því hvernig nýta megi þá möguleika sem skapast og hvernig bregðast eigi við harðandi samkeppni við höfuðborgarsvæðið. Við skulum ekki gleyma því að það verður jafn stutt fyrir Reykvíkinga að sækja í verslun og þjónustu á Skaganum og fyrir Skagamenn að fara til Reykjavíkur!"

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009