Tignir gestir könnuðu göngin

Fulltrúar erlendra og innlendra fjármögnunaraðila Hvalfjarðarganga kynntu sér gang framkvæmdanna föstudaginn 30. maí og létu í ljósi mikla ánægju með það sem þeir sáu og heyrðu í heimsókninni.

Í hópnum var líka Pär Kettis, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, stjórnarmenn Spalar og Fossvirkis, lögfræðingar fyrirtækja sem tengjast framkvæmdunum og fleiri, alls hátt í 50 manna hópur. Um kvöldið buðu Spölur og Fossvirki til kvöldverðar á Hótel Sögu og þar var Halldór Blöndal samgönguráðherra meðal gesta. Gestirnir voru frá SE-Banken, Nomura Bank, Masons Solicitors, former Watson, Farley & Williams, Vegagerðinni, Landsbankanum, Íslandsbanka, Búnaðarbanka, Iðnlánasjóði, Sjóvá-Almennum, Sparisjóðabankanum, Landsbréfum, Lífeyrissjóði verslunarmanna, og verkfræðistofunni Hnit.

Svo skemmtilega vildi til að daginn sem þessir tignu gestir komu í Hvalfjarðargöng var rétt ár liðið frá því byrjað var að sprengja að norðanverðu. Það gerðist 30. maí 1996 og 18. júní var svo byrjað að sprengja að sunnan. Farið var með gestahópinn niður í göngin báðum megin í stórri rútu frá Guðmundi Jónassyni, sem mun vera hin fyrsta sinnar tegundar sem fer inn í Hvalfjarðargöng að sunnanverðu. Ekið var 1.400 metra inn í göngin og gestirnir gengu síðan um einn kílómetra inn í enda. Á meðan gerði bílstjórinn sér lítið fyrir og sneri rútunni við í göngunum. Eftir að hafa snætt dýrindis góðan steiktan fisk í mötuneyti Fossvirkis var lagt í hann fyrir fjörð og farið inn í göngin hinum megin líka. Gestirnir höfðu við komuna á svæðið um morguninn verið fræddir rækilega um jarðfræðina, verkefnið sjálft og gang mála í fyrirlestrum sérfræðinga Spalar og Fossvirkis. Þeir fóru því til Reykjavíkur um kvöldið mun fróðari en þeir komu að morgni dags og leyndu margir hverjir ekki hrifningu sinni yfir góðu gengi við framkvæmdirnar. Einu áhyggjurnar sem létu á sér kræla hjá sumum voru þær að bormenn að sunnan og norðan myndu farast á mis undir Hvalfirði!

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009