Innan við 300 metrar eftir í gegn!

Aðeins 290 metrar skildu að bormenn í Hvalfjarðargöngum þriðjudaginn 2. september. Göngin voru þá orðin alls 5.194 metra löng en verða 5.484 metrar þegar yfir lýkur. Gangur verksins í ágúst kemur að vanda fram tölum í töflunni sem birt er í málaflokknum framkvæmdir á heimasíðunni.

Gerist ekkert óvænt má gera ráð fyrir að "slegið verði í gegn" fljótlega í október, við hátíðlega athöfn eins og lög gera ráð fyrir. Eftir að sprengingum lýkur tekur við vinna við að ljúka frágangi ganganna og koma þar fyrir margvíslegum búnaði. Búast má við að þetta taki 10 til 11 mánuði og gangi það eftir blasir við að jarðgöng undir Hvalfjörð verði opnuð almenningi áður en sumarið 1998 er á enda runnið.

Þetta er löngu á undan áætlun, því þegar hafist var handa var gert ráð fyrir að opna göngin fullbúin í febrúar 1999! Jarðfræðingar telja að í miðjum kaflanum, sem eftir er að fara í gegnum í göngunum, sé laust berg sem þurfi að þétta og styrkja sérstaklega. Bormenn hafa farið áður í gegnum nokkur slík lög í berginu án vandræða, en gangur verksins er hægari á þeim köflum en þegar bergið er þétt og gott. Þessa vikuna og þá næstu trúlega líka vinna bormenn við að lengja göngin í báðum endum en skilja síðan eftir "haft" handa samgönguráðherranum að sprengja alveg í lokin.

Norðanmenn unnu ekkert í stafni ganganna á aðra viku í ágústmánuði, en sprengdu í staðinn útskot í göngunum og byrjuðu að sprengja fyrir dæluþró/vatnsgeymi í botni ganganna. Vatnsþróin er hluti af öflugu öryggiskerfi Hvalfjarðarganga. Henni er ætlað að taka við vatnsrennsli inn í göngin í sólarhring, fari rafmagn af dælukerfinu. Í reynd mun þróin taka við margra sólarhringa rennsli, því hún á að rúma 2.000 rúmmetra vatns og er sextíu metra löng, sprengd inn í bergið öðrum megin við við ökuleiðina undir fjörðinn. Alls tekur tvær til þrjár vikur að ljúka við að sprengja fyrir öryggisþrónni.

Vinna við vegskála gengur eftir áætlun við suðurmunna Hvalfjarðarganga. Skálinn er steyptur upp jafnhliða sprengingum undir firðinum. Steyptir eru 12 metrar í hvert sinn og nú er vegskálinn orðinn yfir 80 metrar að lengd, en verður yfir 200 metra langur þegar verki lýkur.

Hafin er vinna við væntanlegt hringtorg nálægt munna ganganna að norðan. Það sér Fossvirki um í samstarfi við Vegagerðina. Nálægt hringtorginu rísa skýli vakt- og gjaldheimtumanna sem verða þar á nóttu sem degi.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009