Karlar undir fjörð, konur fyrir fjörð?

Landsbréf hf. slá um sig í Hvalfirði, svo um munar. Fyrirtækið tekur þátt í að fjármagna Hvalfjarðargöngin og byggingu nýs álvers á Grundartanga, auk þess sem það sér um að selja hlut ríkisins í Járnblendiverksmiðjunni.

Fjallað er um þetta og margt fleira í LANDSBRÉFINU, sem er nýkomið út. Meðal annars er greint frá heimsókn innlendra og erlendra fjárfesta á athafnasvæði Fossvirkis í Hvalfirði og í þeim hópi var Ingibjörg Þ. Rafnar:

"Það kann vel að vera að hlutfallslega fleiri konur en karlar lýsi núna efasemdum um Hvalfjarðargöng og segist frekar fara áfram fyrir fjörðinn fremur en í gegnum göngin. Skýringin er sú að konur eru í eðli sínu varkárari en karlar og að almenning skortir upplýsingar um göngin. Ég er ekki í vafa um að konur munu fara undir Hvalfjörð, ekkert síður en karlar, þegar þar að kemur," segir Ingibjörg Þ. Rafnar, hæstaréttarlögmaður. Hún var eina konan í hópi fjárfesta og fleiri gesta í göngunum 30. maí og fór þá undir Hvalfjörð í fyrsta sinn. "Ég fann ekki til neins óöryggis og var reyndar miklu sannfærðari en áður um ágæti jarðganga undir fjörðinn eftir að hafa hlýtt á fyrirlestra jarðfræðinga og verkfræðinga Spalar og Fossvirkis áður en við fórum inn í þau. Fram kom í máli sérfræðinganna margvíslegur fróðleikur sem verður að skila sér til almennings. Til dæmis að hiti í berginu, vegna nálægðar við löngu útkulnaðar eldstöðvar, hafi í tímans rás gert bergið svo þétt að leki væri sáralítill í göngunum."

Áberandi munur er á viðhorfi kynja til Hvalfjarðarganga, ef marka má niðurstöðu skoðanakönnunar Markaðsskipta fyrir Stöð 2 í maí sl. Af þeim sem tóku afstöðu kváðust 20 af hundraði karla telja frekar ólíklegt, mjög ólíklegt eða engur líkur á að þeir færu undir Hvalfjörð. Samsvarandi hlutfall kvenna var 40 af hundraði. Fréttamaður Stöðvar 2 dró þá ályktun af þessum tölum að núverandi leið fyrir Hvalfjörð yrði eins konar "kvennavegur" eftir að Hvalfjarðargöngin yrðu tekin í gagnið. Ingibjörg Þ. Rafnar spáir því hins vegar að konur jafnt sem karlar muni fara um göngin, þegar þar að kemur, enda hafi þá skilað sér til almennings mikilvægar upplýsingar um ágæti þessa einstæða samgöngumannvirkis á Íslandi.

(Heimild: Landsbréfið, 1.tbl. 1997, útgefandi: Landsbréf hf.)

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009