Styrkari rekstrarforsendur Spalar

Góður og farsæll gangur framkvæmda í Hvalfirði styrkir allar rekstrarforsendur sem ráðamenn Spalar ehf. settu sér áður en ráðist var í að grafa göngin.

Þetta kemur fram í samtali við Gísla Gíslason, stjórnarformann Spalar og bæjarstjóra á Akranesi, í Viðskiptablaðinu 8. ágúst 1997. Mestu máli skiptir að göngin verða opnuð fyrr en áætlað var í upphafi og þess vegna lengist það tímabil sem Spölur innheimtir vegatoll og rekur göngin. "Flýtingin ein og sér leiðir ekki beinlínis af sér sérstakan hagnað, nema að hún treystir grundvöllinn enn frekar", segir Gísli í samtali við blaðið og bætir við að það sé einkum verktakinn (Fossvirki), sem hafi hag af að verkinu miði svo vel sem raun beri vitni.

Fjármögnun og fyrirkomulag jarðgangagerðar í Hvalfirði hefur vakið athygli utan landsteinanna. Þannig komu fyrr á árinu þingmenn og samgönguráðherra Færeyja til að kynna sér málið á vettvangi. Gísli Gíslason hefur og sagt frá Hvalfjarðargöngum í máli og myndum á fundum í Færeyjum. Færeyingar hafa áhuga á að nota "Hvalfjarðarmódelið" við gerð ganga undir Vestmannasund, á milli Voga og Straumeyjar. Byrjað var á göngum þar fyrir nokkrum árum en hætt við. Þar verður þráður tekinn upp á nýju fyrr en síðar.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009