Slegið í gegn í lok september?

Bormenn í Hvalfirði tóku sér tíu daga sumarleyfi fyrir verslunarmannahelgina og á meðan var eingöngu vakt á vinnusvæðum beggja vegna fjarðarins til að fylgjast með ferðum óboðinna gesta (sem létu ekki sjá sig, sem betur fer!). Þegar bormenn komu á ný til starfa, kl. sex að morgni þriðjudags eftir verslunarmannahelgi, voru eftir 632 metrar eða 13% af leiðinni. Þá var lokið við 2.160 metra að norðan og 2.692 metra að sunnan, eða alls 4.852 metrar.

Aðstandendur Hvalfjarðarganga vilja enn ekki nefna neinar dagsetningar um hvenær endar nái saman undir firðinum í haust, en menn þurfa ekki að vera ýkja spámannlega vaxnir til að láta sér detta í hug að það gerist síðari hluta septembermánaðar eða í byrjun október. Vitað er að eftir er að fara í gegnum laust berg undir Hvalfirði miðjum og þessa dagana er bergið að norðanverðu í lausara lagi. Það þýðir að verkinu miðar hægar en ella vegna þess að bergstyrkingar eru tímafrekar. En þetta er ekki annað en það sem vitað var að myndi gerast.

Í dag (6. ágúst) var steyptur áfangi nr. 2 af vegskálanum sunnan ganganna. Hver áfangi er 12 metrar og skálinn verður alls 220 metra langur þarna. Hann verður að líkindum tilbúinn í lok október og þá verða steypumótin flutt norður fyrir til að steypa 60 metra langan vegskála þar. Vel tókst til við að steypa fyrsta áfanga vegskálans að sunnan. Menn voru spenntir að sjá árangurinn, enda eru steypumótin sérhönnuð fyrir Fossvirki og sérsmíðuð á Ítalíu. Önnur slík eru því ekki til!

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009