4,2 km að baki

Alls var lokið við að sprengja nákvæmlega 4,2 km í Hvalfjarðargöngum þegar farið var yfir stöðu framkvæmda að morgni mánudags 9. júní. Lokið var þá um 77% leiðarinnar og eftir voru 1.283 metrar. Í síðustu viku (23. viku) bættust við alls 85 metrar, 38 metrar að sunnan og 47 metrar að norðan. Oftast hefur miðað betur að sunnan, í metrum talið, en þá er þess að gæta að í 23. viku var sprengt fyrir útskoti í göngunum þeim megin og því segir metrafjöldinn í áfanganum ekki nema hálfa söguna. Hvalfjarðargöngin verða alls tæplega 5.5 km löng.

Vinna við vegskála við suðurenda ganganna er komin í fullan gang og unnið við að steypa undirstöður öðrum megin. Vegskálarnir verða mikið mannvirki, um 170 metrar að lengd og ætlunin er að steypa þá upp í sumar, um leið og unnið er áfram inni í göngunum. Byggingavinnan mun með öðrum orðum ekki trufla nauðsynlega bílaumferð inn og út úr göngunum að sunnan, því ætlunin er að aka í gegnum steypumótin sem notuð verða! Fossvirki, lét sérhanna mótin fyrir sig og þau eru smíðuð á Ítalíu. Þessi forláta steypumót verða komin í gagnið í Hvalfirði einhvern tíma í júlí.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009