Kvennavegur?

Nær 40% kvenna hyggjast ekki aka um Hvalfjarðargöngin, heldur kjósa að aka áfram fyrir fjörðinn. Yfirgnæfandi meirihluti karlmanna velur hins vegar göngin.

Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem Markaðssamskipti gerðu fyrir Stöð 2 og birt var í fréttum þar 11. maí sl. Af 807 manns, sem afstöðu tóku, töldu 44% líklegt að þau færu um Hvalfjarðargöng og 26% að frekar líklegt væri að göngin yrðu valin. 30% töldu hins vegar frekar ólíklegt, mjög ólíklegt eða engar líkur á að þau færu um göngin. Í frásögn Stöðvar 2 kom fram að áberandi munur væri á afstöðu kynjanna:

"Þannig segjast um 80% karla telja það frekar líklegt eða mjög líklegt að þeir fari um göngin á meðan aðeins 20% karla telja það frekar ólíklegt, mjög ólíklegt eða engar líkur á því. Liðlega 60% kvenna telja líklegt eða mjög líklegt að þær fari um göngin en tæp 40% kvenna telja það frekar eða mjög ólíklegt eða engar líkur á því. Verði þetta reyndin stefnir í að konur verði áberandi í þeim hópi ökumanna sem velja fremur að aka fyrir fjörðinn en í gegnum göngin og því má spyrja hvort vegurinn fyrir Hvalfjörð verði þá eins konar kvennavegur í framtíðinni."

Viktor A. Ingólfsson, ritstjóri Framkvæmdafrétta Vegagerðinnar, fjallaði skömmu síðar um þessa skoðanakönnun og ályktun Kristjáns Más Unnarssonar fréttamanns, í 10. tbl. 1997 og segir þar orðrétt:

"Ég efast ekki um að þetta eru svörin sem komu fram í könnuninni en mun viðhorf fólks ekki breytast þegar göngin verða opnuð fyrir umferð eða fljótlega eftir það? Íslendingar eru almennt óvanir að aka í gegnum göng, hvort sem þau eru í gegnum fjöll eða undir sjó. Ég hefði til dæmis gaman af að sjá niðurstöður samsvarandi könnunar sem gerð væri á Ólafsfirði. Mig grunar að Ólafsfirðingar verði almennt ósmeykari við að aka göngin undir Hvalfjörð af því þeir eru vanir jarðgöngum. Í Noregi er "jarðgangafælni" þekkt hugtak. Þar er talað um að 3-4% fólks finni fyrir óþægindum í jarðgöngum og 1% fer ekki nálægt göngum. Reyndar eru þessar tölur nokkuð líkar tölum fyrir flughræðslu. Þegar ég hitti fólk sem segir mér að það muni aldrei fara í þessi göng, þá spyr ég: "Ef þú lætur hafa þig hafa það að setjast inn í rör (flugvél) og láta hefja þig upp í 10 km hæð og vera þar í 3 til 6 tíma, heldurðu að það sé þá ekki í lagi að aka í gegnum vel upplýst og þurr jarðgöng á 60 km hraða í 6 mínútur?" "Jú kannski," er svarið sem ég fæ oft. Ég held að þegar líði að opnun ganganna fyrir umferð muni Spölur hf. gera átak í að kynna öryggismál og annað sem viðkemur göngunum. Fólk mun svo prófa að fara í gegn og fljótlega mun spyrjast út að öllu sé óhætt. Ég leyfi mér að spá að 90% þeirra sem fara um Hvalfjörð muni nota göngin."

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009