Innan við 200 metrar eftir

Í gær voru 175 metrar á milli enda í Hvalfjarðargöngum og nú hillir undir stóru stundina þegar "slegið verður í gegn". Engar staðfestar fregnir er hins vegar að hafa, frekar en fyrri daginn, um hvenær það gerist. Öruggt er þó að ekki verður opnað í gegn fyrr en í október og en trúlega frekar fyrr en síðar eftir mánaðarmótin.

Þegar staða verksins var gerð upp á mánudaginn var, 8. september, kom eftirfarandi í ljós: Lengd ganga að norðan var 2.329 metrar og að sunnan 2.945 metrar, alls 5.274 metrar. Þá voru 210 metrar eftir, en í dag voru eftir 175 metrar, sem fyrr segir.

Jarðfræðingar spá því að laust berg sé í haftinu sem eftir er. Engin áhætta verður því tekin og ákveðið að kjarnabora í bergið. Ekki er sem sagt látið duga að bora holur og mæla leka, heldur eru teknir 60 til 80 metra langir borkjarnar úr haftinu til að kanna ástand bergsins eins nákvæmlega og unnt er og gera ráðstafanir í samræmi við niðurstöðurnar. Kjarnaborun hefur ekki verið beitt áður í Hvalfjarðargöngum en þessi tækni er vel þekkt í öðrum verkum hér á landi, m.a. á vegum Landsvirkjunar.

Þessa dagana er er einungis unnið í stafni ganganna að sunnanverðu en norðanmenn vinna að því sprengja 2.000 rúmmetra vatnsgryfju neðst í göngunum, sem á að taka við hugsanlegum leka ef rafmagn fer af dælubúnaði. Vatnsgryfjan er gríðarstór og í henni rúmast vatn sem allra stærstu sundlaugar hérlendis gætu verið fullsæmdar af! Gryfjan er mikilvægur hluti af öryggiskerfi Hvalfjarðarganga. Ljóst er að hún getur tekið við leka í marga sólarhringa, ef svo ólíklega fer að rafmagnslaust verði svo lengi.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009