Fyrsti áfangi vegskála brátt steyptur og eftir að sprengja 15% af göngunum

Spennandi tímamót verða við Hvalfjarðargöng einhvern næstu daga þegar byrjað verður að steypa upp vegskálann við suðurendann. Steyptur er heill, tólf metra breiður bogi í hvert skipti.

Þetta verður gert nítján sinnum sunnan megin í sumar og vegskálinn þarna verður því tæplega 230 metra langur. Það sem er sögulegt við verkið er að notuð eru steypumót sem Fossvirki lét hanna sérstaklega til þess arna og smíðuð voru á Ítalíu. Vinnan inni í sjálfum göngunum mun ekkert raskast þó steypt sé af fullum krafti við enda ganganna, því steypumótin eru hönnuð þannig að hægt er að aka flutningabílum og öðrum tækjum í gegnum þau!

Í dag, mánudaginn 14. júlí, er lokið við að sprengja 4,7 km (nákvæmlega 4.698 metra), eða liðlega 85% leiðarinnar. Lokið er við 2.609 metra að sunnan og 2.089 metra að norðan. Eftir eru þá 786 metrar. Í nýliðinni viku bættust við samtals 100 metrar, 50 m. hvoru megin.

Starfsmenn á launaskrá við Hvalfjarðargöng eru nú yfir 90, fleiri en nokkru sinni fyrr. Ekki eru þó allir við störf í einu því tveir hópar starfsmanna, sem sprengja/grafa, eru alltaf í vaktafríi. Og svo taka menn sér sumarleyfi á þessum vinnustað eins og flestum öðrum.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009