Gjaldskrá í janúar

Lokið er við að steypa vegskála við syðri mynna Hvalfjarðarganga og nú liggur fyrir að steypa upp vegskála að norðanverðu. Sá verður mun styttri en syðri skálinn. Inni í sjálfum göngunum er unnið við að styrkja bergið með boltun og sprautun og koma upp lagnakerfi fyrir dren, rafmagn og fleira. Þá verður lokið fyrir jól við að leggja fyrra malbikunarlagið á sjálfa akbrautina undir fjörðinn.

Stjórn Spalar hefur ekki ákveðið gjaldskrá fyrir vegfarendur um Hvalfjarðargöng. Norskt ráðgjafarfyrirtæki fjallar um málið og gera má ráð fyrir að gjaldskráin verði ákveðin í lok janúar, sem og sjálft innheimtufyrirkomulagið. Líklegt er að samþykkt verði ákveðið grunngjald fyrir smáa bíla og stóra og svo verði veitt afsláttarkjör í boði fyrir þá sem fara oft um göngin.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009