Sjúkraflutningar undir fjörðinn

Gangagerðarmenn og aðstandendur Hvalfjarðaganga verða enn varir við ásókn fólks í að "skreppa" undir fjörðinn áður en göngin verða opnuð formlega. Sumir hringja og spyrja hvort þeir geti ekki fengið leyfi til að renna í gegn þegar mikið liggur við. Aðrir spyrja til dæmis hvort Hvalfjarðargöngin verði opnuð til bráðabirgða um jólin?

Svarið er einfalt og skýrt: Hvalfjarðargöng eru og verða lokuð fyrir óviðkomandi umferð þar til þau verða opnuð við hátíðlega athöfn næsta sumar. Svo einfalt er nú það. Eina undantekningin eru bráðaflutningar með sjúklinga landleiðina til Reykjavíkur. Eitt slíkt tilvik hefur þegar komið upp og þá fór sjúkrabíll frá Akranesi suður um Hvalfjarðargöng. Starfsmenn Fossvirkis greiddu honum leið um vinnusvæðið undir firðinum. Stóra spurningin er svo: hvenær verða göngin opnuð formlega? Þegar "slegið var í gegn" 3. október sl. lýstu ráðamenn Spalar og Fossvirkis að það myndi gerast um miðjan júlí. Það stendur að opnað verði í júlí og tvær dagsetningar koma helst til greina: 3. eða 10. júlí. Hugsanlega 17. júlí. Með öðrum orðum: yfirgnæfandi líkur eru á að opnað verði á föstudegi í júlí og þá yrði það einfaldlega

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009