300 milljón kr. "bónus" fyrir Fossvirki

Verktakinn í Hvalfjarðargöngumm, Fossvirki, fær greiddar 7 milljónir króna fyrir hverja viku sem verkinu er skilað fyrir umsaminn verklokatíma. Nú blasir við að Hvalfjarðargöng verði opnuð um tíu mánuðum á undan áætlun og þá hljóðar "flýtibónus" Fossvirkis upp á um 300 milljónir króna. Spölur ehf., eigandi ganganna, hagnast að sjálfsögðu verulega á að verkið gengur jafn vel og raun ber vitni. Tekjur af umferðinni skila sér fyrr en ella og vaxtakostnaður minnkar að sama skapi.

Áhætta af framkvæmdum í Hvalfirði hvílir á verktakanum, Fossvirki, og ef svo fer að verklok tefjast af einhverjum ástæðum fær fyrirtækið ekki bónus heldur situr uppi með göngin! Eða eins og haft er eftir Páli Sigurjónssyni, forstjóra Fossvirkis, í Viðskiptablaðinu 12.-18. nóvember 1997: ,,Þannig er, að við tökum áhættuna á að verkefninu ljúki. Ef því lýkur ekki innan tólf mánaða frá áætluðum verklokum þá sitjum við uppi með göngin, eða gatið ef ekki tekst að klára. En eftir að gatið er komið er aðaláhættan þó búin. Ef það hefði til dæmis komið flóð og allt stoppað þá hefðum við verið ábyrgir fyrir því, en þetta eru náttúrlega ekki atriði sem koma upp úr þessu."

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009