Gunnlaugur snýr við blaðinu

Gunnlaugur Þórðarson, hæstaréttarlögmaður, var í hópi þeirra sem hvað harkalegast gagnrýndu áform um Hvalfjarðargöng á opinberum vettvangi og vöruðu við að "anað væri út í" þessar framkvæmdir.

Hann skrifaði greinar í Morgunblaðið, 20. febrúar 1996 undir fyrirsögninni "Þjóðardoði" og 29.febrúar 1996 undir fyrirsögninni "Hvalfjarðargöngin, Smugan og Mozart". Gunnlaugi hefur snúist hugur svo um munar og hann hefur vitnað í tvígang í Morgunblaðinu um ágæti Hvalfjarðarganga. Þann 25. október sl. skrifaði hann grein undir fyrirsögninni "Að skjátlast er mannlegt" og rakti hvernig undirmeðvitundin sín hefði rumskað þegar fréttir bárust um glæsilegan árangur við gangagerðina: "Gat það verið, að baráttugleðin í fyrrgreindum blaðagreinum hefði leitt mig á villigötur? Og lét þetta mig ekki í friði. Ég varð að skoða verkið með eigin augum." Gunnlaugur fékk síðan leyfi til að skoða Hvalfjarðargöng í fylgd Hermanns Sigurðssonar, verkfræðings og staðarstjóra Fossvirkis í Hvalfirði. Eftir þá heimsókn skrifaði Gunnlaugur Þórðarson síðan m.a.:

"Heimsóknin í göngin sannfærði mig um , að þar væri unnið stórkostlegt mannvirki, sem yrði þjóðinni lyftistöng og væri vottur þess stórhugar, sem ríkja ætti með íslensku þjóðinni."

"Öryggistilfinningin þarna neðanjarðar var dásamleg. Manndómurinn í verkinu er þeim, sem að því standa, til sóma. Í samræmi við áðurnefnt spakmæli hlýt ég að leiðrétta orð mín og hlakka til að fara um Hvalfjarðargöngin fullfrágengin norður á Húsavík að rúmu ári. Til hamingju Ístak og Fossvirki!"

PS. Eftir að þetta var skrifað hafa orðið staðarstjóraskipti í Hvalfirði. Hermann Sigurðsson er kominn á virkjanasvæðið við Sultartanga til að stýra verki sinna neðanjarðar þar. Heimasíða Hvalfjarðarganga þakkar honum gott samstarf og hefði gjarnan viljað sjá hann ljúka góðu verki í Hvalfirði, en slíkt er auðvitað ekki á valdsviði hennar að ákveða! Nýr svæðisstjóri Fossvirkis í Hvalfirði er Sigfús Thorarensen.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009