Sagan öll í fréttapistlum 1996-1998

Hvalfjarðargöng áttu eigin heimasíðu á Vefnum á framkvæmdatímanum. Hún varð upphaflega til að frumkvæði kynningarfyrirtækisins Athygli, í samstarfi við G. Valdimar Valdimarsson kerfisfræðing frá tölvufyrirtækinu Ferli og Guðmund Rúnar Lúðvíksson, fjöllistamann. Umsjónarmenn síðunnar lengst af voru Atli Rúnar Halldórsson og G. Valdimar Valdimarsson. Þetta var hugsað sem tilraunastarfsemi og reyndar var ekkert sambærilegt íslenskt uppátæki til á Vefnum. Nokkrum fyrirtækjum var boðið að styrkja síðuna og rekstur hennar til loka árs 1997 og síðan varð úr að heimasíðunni var haldið úti með stuðningi Spalar allt þar til göngin voru komin tekin í notkun sumarið 1998. Fyrsta fréttin sem skráð var á heimasíðu Hvalfjarðarganga var fréttatilkynningin um undirskrift verksamninga í febrúar 1996, sú síðasta var um áskriftir og veglykla - skrifuð í júlí 1998. Eftir það lagðist heimasíðan í dvala en nú hefur Spölur opnað eigin heimasíðu á þessum gamla, góða merg.

Sagnfræði framkvæmdanna er skráð í fréttapistlunum á Hvalfjarðagangasíðunni. Þeir eru birtir hér í heild sinni, flokkaðir eftir árum.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009