Fossvirki var verktaki en bar fulla ábyrgð á lánum á framkvæmdatímanum

Fossvirki sf. var verktaki í Hvalfjarðargöngum. Fyrirtækið er sameignarfélag Ístaks hf., sænska verktakafyrirtækisins Skanska AB og danska verktakafyrirtækisins E. Pihl & Søn AS. Ístak stjórnaði framkvæmdum (sponsor), en Skanska var tæknilegur forsvarsaðili verkefnisins. Sömu fyrirtæki og fleiri unnu saman við Hrauneyjarfoss- og Blönduvirkjanir og í Vestfjarðargöngum.

Fossvirki bar fulla ábyrgð á lánum á framkvæmdatímanum. Öll áhætta hvíldi því á verktakafyrirtækinu og fjármálalegum bakhjörlum þess, allt þar til verkinu var skilað fullbúnu til verkkaupans eftir tveggja mánaða reynslutíma ganganna. Bandarískt líftryggingafélag og íslenskir lífeyrissjóðir annast hins vegar langtímafjármögnun verkefnisins.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  8-16

og föstudaga 8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009