Ekki ríkisframkvæmd

15. Vinna i HvalfjarðargFjármagn til framkvæmda við Hvalfjarðargöng kom EKKI úr ríkissjóði eins og venja er um samgöngumannvirki í landinu. Það er því ekki rétt að hægt hefði verið að nota peningana til einhverra annarra þjóðþrifaverka, eins og sumir sem tjáðu sig í þjóðmálaumræðunni virtust halda. Til dæmis varpaði einn af borgarfulltrúum Reykjavíkur því fram í útvarpsviðtali að nær hefði verið að byggja leikskóla fyrir peninga sem ætti að nota til að grafa göng undir Hvalfjörð! Staðreyndin var samt að sjálfsögðu sú að þessir fjármunir voru teknir að láni fyrir hagkvæmt samgöngumannvirki og hefðu ekki legið á lausu til neins annars verkefnis.

Það ber og að vekja sérstaka athygli á að kostnaður vegna hugsanlegra erfiðleika og áfalla við gangagerðina hefði lent á verktakanum í Hvalfjarðargöngum! Fossvirki og eigendur þess fyrirtækis veittu fulla ábyrgð á lánum á framkvæmdatímanum og báru tæknilega ábyrgð á verkefninu. Spölur ehf. fékk langmestan hluta framkvæmdafjárins að láni erlendis (3,3 milljarða króna). Það sem upp á vantaði kom frá innlendum lánastofnunum (825 milljónir króna), frá hluthöfum (86 milljónir kr.) og með láni úr ríkissjóði vegna kostnaðar við rannsóknir og undirbúning (120 milljónir kr.). Tölurnar eru á verðlagi í febrúar 1996. Lán sem fengin voru á framkvæmdatíma voru síðan endurfjármögnuð til lengri tíma, að stærstum hluta á vegum bandaríska líftryggingafélagsins John Hancock.

Ef í ljós hefði komið að bergstyrkingar og bergþéttingar þyrftu að vera yfir ákveðnum mörkum, sem tiltekin eru í verksamningum, hefði ríkið keypt skuldabréf af Speli ehf. fyrir allt að 300 milljónir króna. Aldrei kom til þess að ríkisvaldið þyrfti að koma til skjalanna á þennan hátt við fjármögnun verksins.

Ennfremur féllst ríkið á að kaupa skuldabréf fyrir allt að 300 milljónir króna af Speli ehf. til að unnt væri að ljúka samningum við verktaka. Ástæðan var ábyrgð verktakans vegna áhættuþátta sem hann gat ekki tryggt sig fyrir og hugsanlegur fjármagnskostnaður á framkvæmdatíma ef verkið tefðist af nánar tilgreindum ástæðum. Verktakinn hefði fengið andvirði þessara skuldabréfa greitt út þegar verki lauk en á þetta ákvæði reyndi ekki heldur.

Ekkert lán sem Spölur ehf. tók vegna gangagerðarinnar var með ríkisábyrgð.

Gert var ráð fyrir að lán yrðu öll greidd upp af vegfarendum sjálfum á tveimur áratugum, frá því göngin voru tekin í notkun. Að þeim tíma liðnum yrðu göngin afhent íslenska ríkinu til eignar án endurgjalds og þá hefði ríkissjóður að auki fengið um tvo milljarða króna í skatttekjur af fyrirtækinu á verðlagi ársins 1996!

Ljóst er að lán verði greidd upp mun hraðar en áætlað var í upphafi og skatttekjur ríkissjóðs af umferðinni um göngin verða mun meiri en ráð var fyrir gert.

2000 Hvalfj 2 web

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  8-16

og föstudaga 8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009