Áhættusöm framkvæmd?

Þær raddir heyrðust stundum, að Hvalfjarðargöngin væru allt að því hættuleg framkvæmd af því ofan við væri sjór og hætta á miklum leka eða jafnvel flóði inn í þau. Jónas Frímannsson, aðstoðarforstjóri Ístaks hf., fjallaði meðal annars um þetta atriði í grein í tímariti umhverfis- og byggingarverkfræðinema, Upp í vindinn, 15. árgangi 1996:

„Það er von að spurt sé hvort jarðgöng undir Hvalfjörð, sem fara 160 metra ofan í jörðina, séu ekki áhættusöm framkvæmd. Í Vestfjarðagöngum, sem eru hátt uppi í fjöllum, varð mikið vatnsinnsteymi. Er ekki mikil hætta á að það endurtaki sig þegar komið er langt undir sjávarmál og allt Atlantshafið er fyrir ofan? Eftirfarandi skýringar eiga hér heima:

Veggöng sem gerð hafa verið áður hér á landi eru öll svonefnd „drenuð“ göng, en í því felst að bergið umhverfis göngin er ekki þéttað á kerfisbundinn hátt, en þess í stað er því vatni, sem kemur úr berginu í göngin, veitt út úr þeim í ræsum. Þetta á meðal annars við um Vestfjarðagöngin.

Breiðadalsheiðin er mikill fjallgarður. Inni í fjallinu liggur grunnvatnsborðið 300 metrum ofan við jarðgöngin eða tvöfalt hærra en yfirborð hafsins er yfir Hvalfjarðargöngum. Við þessar aðstæður reyndist vatnsagi meiri en við yrði ráðið með framræslu, ( „dreneringu“) og þurfti því að nota þéttingu með sementsgraut í nokkrum mæli við framkvæmdina á sama hátt og gert verður kerfisbundið í Hvalfjarðargöngum. Hvernig fer sú þétting fram?

Boraðar eru holur, sem mynda svonefnda „grouting fan“. Um er að ræða 25 metra langar holur í keilufleti út á við fram fyrir bergstálið. Ef vatnsleki úr holum verður yfir ákveðnu hámarki, er dælt í þær sementsgraut, sem lokar og þéttir opnar sprungur í berginu. Að þessu loknu er borað og sprengt á hefðbundinn hátt.

Í Vestfjarðagöngum reyndist unnt að hafa stjórn á vatnsinnstreyminu með ofangreindri aðferð. Upplýsingar, sem fyrir liggja um berglögin undir Hvalfirði, benda ekki til annars en að þessi aðferð muni einnig heppnast þar.“

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  8-16

og föstudaga 8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009